Seðlabankinn hafnar evru og Samfylkingarhagfræði

Hagfræði Samfylkingar er að Íslandi verði að taka upp evru til að hér þrífist blómlegt efnahagslíf. Ný rannsókn sem aðalhagfræðingur Seðlabankans stendur að ásamt öðrum kemst að þessari niðurstöðu:

Niðurstöðurnar benda til þess að þrátt fyrir að einkenni íslensku hagsveiflunnar séu svipuð einkennum hagsveiflna annarra þróaðra ríkja hvað margt varðar eru engu að síður mikilvægar undantekningar þar á. Auk þess benda niðurstöðurnar til þess að íslenska hagsveiflan sé að miklu leyti ótengd hagsveiflum annarra þróaðra ríkja. Þessar niðurstöður eru mikilvægar fyrir innlenda hagstjórn og eru gagnlegar sem viðmið við líkanagerð fyrir íslenska hagkerfið. Niðurstöðurnar eru einnig mikilvægt innlegg í mat á hagkvæmasta gjaldmiðils- og gengisfyrirkomulagi fyrir Ísland.

Íslenska hagkerfið lýtur ekki sömu sveiflum og hagkerfi meginlands Evrópu. Evran hentar okkur ekki sem gjaldmiðill.

Er þetta ekki nokkuð skýrt? Svo er líka hægt að spyrja reynslurökin. Hvernig hentar evran Kýpur? Hmmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband