Miðvikudagur, 20. mars 2013
Setjum lög á Alcoa og Norðurál
Alcoa og Norðurál beita bókhaldsbrellum til að komast hjá skattgreiðslu til ríkissjóðs. Ísland á að láta krók koma á móti bragði og setja sértæk skattalög á fyrirtækin til að sækja fjármunina.
Það má kalla lögin útblástursskatt, sjónmengunarskatt eða bara brelluskatt, gildir einu. Aðalatriðið er að láta ekki stórfyrirtækin komast upp með ósvinnuna.
Stjórnmálaflokkarnir eiga að boða slíkan skatt strax á fyrsta þingi eftir kosningar.
Ekki greitt krónu í tekjuskatt í 10 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skiljanlegt. Steingrímur hefur ekki viljað styggja vini sína í stóriðjunni.
Ragnhildur Kolka, 20.3.2013 kl. 22:08
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2013 kl. 23:13
Einnig bendi ég mönnum á að lög HAFA verið sett um DDRÚV. En hver skyldi hafa eftirlit með því líki stofnunar sem átti einu sinni að vera.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2013 kl. 23:26
Nema að menn vilji að lagasmiðir semji ný lög um lög DDRÚV. Lögin við vinnuna við DDRÚV.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2013 kl. 23:28
Gunnar þú ert óborganlegur.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2013 kl. 00:35
Við ættum að skikka álfyrirtækinn til að leggja allan hagnaðinn inn í kýpversku bankana frekar en til Luxembourg. Það er nóg af peningum í Lux en mér skilst að það sé skortur á Kýpur. Með þessu gæti Ísland hjálpað við björgun evrunnar, alveg eins og við björguðum ríkissjóðum Evrópuríkjanna með Icesave málinu. Það hlýtur allavega að vera allrar athugunar virði hvort við aðstoðum ekki meðbræður okkur og nágranna sunnar í álfunni með þessum hætti.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2013 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.