Setjum lög á Alcoa og Norðurál

Alcoa og Norðurál beita bókhaldsbrellum til að komast hjá skattgreiðslu til ríkissjóðs. Ísland á að láta krók koma á móti bragði og setja sértæk skattalög á fyrirtækin til að sækja fjármunina.

Það má kalla lögin útblástursskatt, sjónmengunarskatt eða bara brelluskatt, gildir einu. Aðalatriðið er að láta ekki stórfyrirtækin komast upp með ósvinnuna.

Stjórnmálaflokkarnir eiga að boða slíkan skatt strax á fyrsta þingi eftir kosningar.


mbl.is Ekki greitt krónu í tekjuskatt í 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skiljanlegt. Steingrímur hefur ekki viljað styggja vini sína í stóriðjunni.

Ragnhildur Kolka, 20.3.2013 kl. 22:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mun einfaldara væri að senda kvörtun í ábyrgðarpósti til aðalstöðva styrkjaskólpveitu Evrópusambandsins í Brussel vegna stórhertogadæmis Lúxemborgar, sem er hin heilaga þvottastöð peningamála og heimaland formanns EvruHrópsins. Þetta bréf yrði að vísu alvarlegt mál fyrir lífeyrissjóði embættismanna sambandsins sem í Lux liggja og kasta af sér á meðan þiggjendur þeirra á sama tíma liggja uppi á skattafjármögnuðu velferlarferfi ríkissjóða heimalanda sinna.   

Með brjéfsnifsi Össurar Skarphéðinssonar til kremlar sambandsins vegna Lúxemborgar gæti fylgt afrit vegna eins Írlands. En það var einmitt þessi stórhertogafyrirtækjalöggjöf Evrópusambandsins sem gerði bankaútráp Baugsveldisins mögulega. En það fyrirbæri gat aldrei fest neinar klofnar fætur í Bandaríkjunum vegna einmitt þess að Bandaríkin eru ekki stórhertogadæmi, með morknar stofnanir og svasstikað lagaumhverfi. 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2013 kl. 23:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einnig bendi ég mönnum á að lög HAFA verið sett um DDRÚV. En hver skyldi hafa eftirlit með því líki stofnunar sem átti einu sinni að vera.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2013 kl. 23:26

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nema að menn vilji að lagasmiðir semji ný lög um lög DDRÚV. Lögin við vinnuna við DDRÚV.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2013 kl. 23:28

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gunnar þú ert óborganlegur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2013 kl. 00:35

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við ættum að skikka álfyrirtækinn til að leggja allan hagnaðinn inn í kýpversku bankana frekar en til Luxembourg. Það er nóg af peningum í Lux en mér skilst að það sé skortur á Kýpur. Með þessu gæti Ísland hjálpað við björgun evrunnar, alveg eins og við björguðum ríkissjóðum Evrópuríkjanna með Icesave málinu. Það hlýtur allavega að vera allrar athugunar virði hvort við aðstoðum ekki meðbræður okkur og nágranna sunnar í álfunni með þessum hætti.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2013 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband