Vantraust og dauðaspírall ríkisstjórnarinnar

Snemma á liðnu hausti reyndi ríkisstjórnin að ræsa umræðu um hversu vel hefði tekist til með endurreisn efnahagskerfisins. Þrátt fyrir ágæt sóknarfæri þar sem atvinnuleysi er sama og ekkert, hagvöxtur fyrir hendi og skuldastaða þjóðarbúsins batnandi þá komst ríkisstjórnin hvorki lönd né strönd í málflutningi sínum.

Ástæðan er sú að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. smíðaði sér dauðaspíral þegar í upphafi kjörtímabilsins með ESB-umsókninni. Forsenda umsóknarinnar er allt sé ónýtt á Íslandi (stjórnkerfið, krónan, stjórnarskráin og stjórnmálamenningin) og aðild að Evrópusambandinu myndi breyta þessu öllu.

Áróðurinn um ónýti Íslands gerði ómarktækan málflutninginn um vel heppnaða endurreisn hagkerfisins undir forystu vinstriflokkanna.

Þegar þjóðin fann til efnahagsbatans fékk ríkisstjórnin ekki lof fyrir heldur stjórnarandstaðan sem stóð vörð um verkfærin sem dugðu til að koma okkur úr kreppunni, fullveldið og krónan.

Engu breytir hvort tillaga um vantraust á alþingi fái umræðu, verði samþykkt eða hafnað. Þjóðin er þegar búin að kveð upp sinn dóm: vinstristjórn Samfylkingar og VG skal frá völdum.


mbl.is Vilja umræðu um vantraust í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband