Búsáhaldabyltingin endar í farsa

Dögun, sem er afkomandi Hreyfingarinnar framboðs búsáhaldabyltingarinnar, er ekki fyrr búin að leggja fram vantraust á ríkisstjórn Jóhönnu Sig. en að samtökin bjóðast til að afturkalla vantraustið.

Þingmenn Dögunar/Hreyfingarinnar, þau Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, hafa varið ríkisstjórnina vantrausti í rúmt ár. Einu rökin fyrir þessari afstöðu voru einkahagsmunir þessara þriggja þingmanna sem sjá ekki fram á að fá umboð kjósenda eftir kosningar.

Löngu er orðið ljóst að stjórnarskrármálið er steindautt. Þannig var staðið að málinu frá upphafi að engar líkur voru á að breið þjóðfélagsleg samtaða myndaðist um málið. Og það er eina leiðin í lýðræðisríki að breyta stjórnarskrá - með samstöðu. 

Tilraunir Samfylkingar og VG, með stuðningi hóps, sem hittist á Austurvelli vikulega og telur 20 - 30 manns, til að umbylta stjórnarskránni voru skrípaleikur. 


mbl.is Getur bjargað sér undan vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fyrir þá sem hafa áhuga á að reyna að átta sig á árangri eða ekki árangri mótmælaframboðsins gæti verið fróðlegt að lesa þetta uppgjör mitt við Hreyfinguna og þá ekki síst fyrir ýtarlega athugasemd Þórs við það. Þeir sem vilja ganga lengra og skoða málið í víðara samhengi gætu haft gagn af framhaldspistlinum sem fjallar um vegvillta viðspyrna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2013 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband