Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Prinsippmál brjóta flokka
VG er í skelfilegu ástandi. Þingmenn og trúnaðarmenn yfirgefa flokkinn í hrönnum. Nokkrir tugir kjósenda mæta í prófkjör flokksins. Skoðanakannanir gefa flokknum 7 prósent fylgi.
Ein skýring er á falli VG: svik flokksins þann 16. júlí 2009 í prinsippmálinu um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins.
Stjórnmálaflokkar sem svíkja stórt fá skell.
Athugasemdir
Ef ekki er hægt að trúa manifesto sem flokkurinn gefur út vegna svika, af hverju ættu kjósendur að eyða atkvæðum sínum á flokk sem kemur til með að gera ofugt við það sem flokks manifesto er og kjósnadi vill.
Auðskyljanlegt af hverju VG verður sennilega með undir 5% fylgi í kosningunum í vor.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 7.2.2013 kl. 10:03
7% er raunfylgi VG. Umfram það eru vinsældabylgjur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2013 kl. 13:07
Þegar frambjóðendur eru að fá 199 og 65 atkvæði í fyrstu sæti VG í forkosningum í ýmsum kjördæmum þá er kanski von á því að VG verði kanski með 3% fylgi í næstu skoðunarkönnun.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 7.2.2013 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.