Mánudagur, 4. febrúar 2013
Króna þýðir atvinna; evra = atvinnuleysi
ESB-sinnar (og já líka þeir sem kalla sig ,,viðræðusinna") gera íslensku krónuna að skotmarki til að ná í vinsældarstig. Eftir bankahrun á vakt Samfylkingar, sem sat í stjórn 2007 til 2009 með Sjálfstæðisflokki, gerði Samfylkingin því skóna að hrunið hefði verið krónunni og Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Almenningur er óðum að sjá í gegnum blekkingarvef ESB-sinna og spuna Samfylkingarinnar. Þökk sé krónunni er full atvinna hér á landi. Valkosturinn, evran, býður upp á atvinnuleysi sem í sumum löndum ESB hleyptur á tugum prósenta.
Krónan verður gjaldmiðill okkar Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð.
Meirihlutinn styður krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"króna þýðir atvinna" er svo sem rétt - fleiri fá atvinnu. en að evra = atvinnuleysi er ekki rétt - evra hjá sumum löndum er atvinnuleysi eins og allir vita.
líka má spurja - er þessi atvinnuþáttaka okkar ekki of dýru verði keypt. fáir eignast annað en skuldir á lífsleiðinn til að halda þessu gangandi
Rafn Guðmundsson, 4.2.2013 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.