Kastljósglæpir

Kynferðisbrot, að ekki sé talað um brot gegn börnum, eru iðulega framin af mönnum sem standa nærri fórnarlömbunum, ef ekki tengdir þeim fjölskyldumböndum þá í trúnaðarstöðu gagnvart þeim. Eðli kynferðisbrota er að vitnum er sjaldnast komið við.

Af þessum tveim forsendum leiðir að einatt þarf fórnarlambið að fara yfir tvo þröskulda til að koma lögum yfir brotamanninn. Í fyrsta lagi að sannfæra sjálfan sig og sína nánustu að rétt sé að kæra brotamanninn og í öðru lagi að sanna brotið.

Til muna er einfaldara að taka lögin í sínar hendur í stað þess að standa í formlegu ströggli. Það hefur ekkert með Sturlungaöld að gera sem var pólitískur ófriður á 13. öld. Löngu fyrir Sturlungaöld var sjálftektin þekkt og viðurkennd aðferð til að jafna sakir meðal germanskra þjóða.

Vandinn við sjálftektina er að fórnarlambið sjálft er oft ekki fært um að fullnægja réttlætinu heldur verður það að treysta á aðra. Og þegar ráð eru tekin saman um að koma réttlæti yfir meintan brotamann er lítið spurt um sannanir, ásökunin er yfirleitt látin nægja. Í samhengi fjölskyldunnar gæti það gengið, þar sem fjölskyldan veit jú af reynslu hvort meint fórnarlamb sé trúverðugt.  Blaða- og fréttamenn eru aftur ekki í neinni stöðu til að meta trúverðugleikann.  Það sem meira er; blaðamenn hafa beinan hag af því að trúa ásökuninni vegna þess að það er forsenda fyrir því að úr verði frétt.

Kastljósglæpir eru gott fréttaefni þar sem ekki er spurt um réttlæti heldur hvort stöffið sé áhorfendavænt. Og kynferðisbrot eru það sem kallað er á máli fagmanna ,,sexý fréttir." Búast má við hrinu af kynferðisglæpum sem aldrei hefðu komið fram í dagsljósið ef ekki væri fyrir fjölmiðla. Gamla germanska aðferðin er til muna snyrtilegri.


mbl.is Viljum ekki nýja Sturlungaöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar lögin, réttarkerfið og dómsstólarnir virka ekki fyrir almenning, þá missa þau lög og "réttarkerfið" gildi sitt.

Þegar svo illa er komið fyrir minnimáttar, að betra sé að taka atburðarrásina í eigin hendur, þá hefur laga/réttar/dóms-kerfið svikið þá einstaklinga, sem það kerfi raunverulega átti að verja!

Þetta skilja allir viti bornir, og sæmilega siðferðislega heilbrigðir einstaklingar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2013 kl. 23:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 5.2.2013 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband