Föstudagur, 1. febrúar 2013
Þjóðin hafnar markaðslausnum
Þjóðin lærði sína lexíu við hrunið og hafnar markaðslausnum þar sem þær eiga ekki við, s.s. í orkugeiranum. Þá er afgerandi stuðningur að Landsbankinn verði þjóðarbanki.
Jafnvel umdeild ríkisfyrirtæki eins og RÚV eru betur komin í almannaeigu en einkavædd, að áliti meirihluta þjóðarinnar.
Markaðslausnir sýndu sig margar hverjar handónýtar í útrásinni. Þar sölsuðu ósvífnustu auðmennirnir undir sig almannaeigur á spottprís í nafni hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Eftir reynsluna af bankarekstri auðmanna þarf maður að vera greindarskertur til að trúa því að þeir kunni betur með fé að fara en ríkisbankar.
![]() |
Færri styðja sölu ríkisfyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er akkurat greindarskert,því ég held því fram að auðmenn kunni allra bankamanna best að fara með fé í langferð,ræningjarnir þeir,arna.
Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2013 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.