Steingrímur J.: Samfylkingin startaði Icesave

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG kennir Samfylkingunni um að hafa ekki komið í veg fyrir að Landsbankinn opnaði Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi. Samfylkingin bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde og var Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra.

Í umræðu á alþingi í dag um Icesave-málið beindi Steingrímur J. athyglinni að þeim sem leyfðu að Landsbankinn ryksugaði sparifé Breta og Hollendinga án þess að nefna viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar.

Steingrímur J. ætlar sér ekki einum Icesave-skömmina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessi stjórn hlýtur að vera búin að vera þegar stjórnarmenn eru farnir að benda á hverrn annan og segja "ekki mér að kenna, það er þeim að kenna."

Hvar er stjórnarandstaðan?

Af hverju er ekki vantrausttilaga á núverandi Ríkisstjórn komin á dagskrá Alþingis?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 19:43

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna á að Icesave í Bretlandi opnaði rúmlega hálfu ári áður en Samfylkingin kom að stjórn landsins eða 2006. Væri gaman að menn færu rétt með.

Af Wikipedia:

Fréttablaðið sagði frá því þann 11. október 2006 [1] að Landsbankinn hefði deginum áður kynnt, það sem þeir kölluðu, nýja innlánsvöru í Bretlandi. Um væri að ræða sérsniðna sparnaðarleið ætlaða breskum almenningi sem eingöngu væri aðgengileg á netinu. Lágmarksinnistæða á Icesave-reikningi var 250 pund og hámarksinnistæða ein miljón punda. Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, sagði við þetta tækifæri að þetta væri liður í því markmiði bankans að breyta samsetningu heildarfjármögnunar bankans og auka vægi innlána. Hann bætti svo við:

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2013 kl. 20:35

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

En Björgvin var orðinn ráðherra þegar Icesave opnaði í Hollandi, sbr.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1118622/

Páll Vilhjálmsson, 29.1.2013 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband