VG er gjaldþrotabú Steingríms J.

Fylgi VG er í eins stafs tölu, fimm þingmenn hafa yfirgefið flokkinn: Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja, Ásmundur Einar, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir.

Enginn formaður í samfelldri stjórnmálasögu landsins skilar stjórnmálaflokki í jafn ömurlegu ástandi og Steingrímur J. Sigfússon.

Eitt mál hefur tortímt VG: svikin 16. júlí 2009 þegar meirihluti þingflokksins sveik kjósendur og stefnuskrá flokksins og greiddi atkvæði með ESB-umsókn Samfylkingar.


mbl.is Jón úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - kannski eykst fylgið núna - glæsilegt að jb sé hættur.

Rafn Guðmundsson, 23.1.2013 kl. 17:42

2 identicon

Af 14 þingmönnum hafa 5 yfirgefið flokkinn, þ.e.a.s. ca. 42%.

Það hlýtur að nálgast það að vera heimsmet. Með ólíkindum.

Sýnir mæta vel að flokksforystunni voru mislagðar hendur á vali og uppstillingu frambjóðenda 2009. Hinsvegar tel ég það vera einföldun að rekja þessi ósköp til ESB-umsóknar.

Í liðinu var einfaldlega samtíningur af villiköttum og furðufuglum sem á hvergi heima nema í einhverjum eins manns flokkum.

Vinstra fólk getur hreinlega ekki verið saman í flokki, getur ekki unnið saman. Og Íhaldið hrósar því sigri aftur og aftur og heldur áfram að blóðmjólka þjóðina.

Bravo!

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrstu athugasemdir hér vitna einmitt um vinstri furðufugla. Geggjaðasta liðið á blogginu. Er að undra þótt ekkert traust ríki til þeirra? Á maður að skrifa meint arðrán hægrimanna á þá eftir allt saman? Það skyldi þó aldrei vera?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 18:40

4 Smámynd: Elle_

Jón vann að stefnu síns flokks, ekki fyrir Brussel og var ekki gólftuska Jóhönnu og Steingríms, eins og þið Brusseldýrkendur vilduð.  Og virðist halda að Jón ætti að hafa verið.  Það eina sem VG getur verið stolt af síðan 2009, eru hinir svokölluðu villikettir, eins og Jón. 

Það eru þið 2 fyrst að ofan sem eruð villtir, á algerum villigötum

Elle_, 23.1.2013 kl. 18:48

5 identicon

Sammála HAUKI Kristinssyni.

ESB nægir ekki sem tæmandi skýring.

Að auki má nefna einstakt samsafn öfgamanna og vitleysinga.

Og formann sem virðist hafa misst vitið á einhverjum tímapunkti.

Rósa (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:04

6 Smámynd: N1 blogg

Jón Steinar Ragnarsson á bara eftir að skrifa um "meint" Hrun 2008 í boði FLokksins. Geggjaðasti Siglfirðingurinn á blogginu - í hinu stóra samhengi - starfar við að hanna eigin lífslygi.

Friður á jörðu, J.S.R. (!) - kanntu annan?

N1 blogg, 23.1.2013 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband