Byssur og pólitískur rógur

Fjöldamorð framin af sjúkum mönnum í Noregi og Ameríku eru uppspretta umræðu um byssueign almennt og hvort og hvernig eigi að takamarka meðferð skotvopna.

Fréttablaðið gerði könnun á byssueign landmanna og slær því upp að stjórnarandstæðingar, einkum þó framsóknarmenn, eigi skotvopn í meira mæli en Meðal-Jóninn. Samfylkingar-Eyjan rennur á bragðið og undirstrikar uppslátt Fréttablaðsins.

Tilraun þessara fjölmiðla að gera byssueign að flokkspólitík er óforskömmuð þar sem engri málefnalegri umræðu er til að dreifa. Fréttablaðið og Eyjan reyna að skapa sérlega ógeðfelld hugrenningartengsl milli skotvopna og Framsóknarflokksins. Þetta er skammarlegt athæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að því að eiga byssu? Á að banna alla hnífa líka? Og skæri?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 12:12

2 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með Páli - ótrúleg lágkúra að tengja kindabyssueign bænda á Íslandi við umræðu um morðtíðni í USA.

Sólbjörg, 21.1.2013 kl. 12:28

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Framsóknarmenn fá þá stig.

(Staðreynd málsins: því fleiri byssur sem eru í umferð því færri ofbeldisglæpir. Af öllum gerðum. Flettið því upp. Merkilegt, alveg. En fleiri bílþjófnaðir og skemmdarverk á opinberum eigum... veit ekki af hverju.)

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2013 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband