Ógöngur ESB-umsóknar auglýstar alþjóð

Ríkisstjórn Íslands lítur ekki á ESB-umsóknina sem sterka pólitík í aðdraganda þingkosninga, segir í frétt evrópskra sambandssinna. Með því að stöðva ferlið, segir áfram í fréttinni, viðurkenna stjórnvöld yfirgnæfandi andstöðu íslensku þjóðarinnar við aðild að Evrópusambandinu.

Eina leiðin til að ESB-umsóknin fái framhaldslíf eftir kosningar er að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndi stjórn þar sem framin verða svik í ætt við þau sem VG stóð fyrir vorið 2009.

Sumir samfylkingarmenn telja þetta líklega niðurstöðu þingkosninganna í apríl.

 


mbl.is „ESB þarf ekki annað Bretland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið líklegra að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi stjórn saman (ef niðurstöður skoðanakannanir halda). Ég held að þá krata sem trúa á DS-stjórn (eða er það SS-stjórn?) séu að dreyma.

Í öllu falli eiga Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekkert sameiginlegt og þótt þessir flokkar færu saman í stjórn, þá yrði ESB-aðlöguninni ýtt til hliðar og færi aldrei í stjórnarsáttmálann, ekki frekar en 2007. Að vísu er ekki hægt að treysta Bjarna Ben, en hann er ekki allsráðandi í flokknum.

ESB-aðlögunin er eina baráttumál Samfylkingarinnar, því að hvað varðar uppbyggingu atvinnuveganna hefur hún látið VG alfarið um að koma í veg fyrir þannig villustefnur án þess að andmæla. Þannig hefur Samfylkingin (Katrín Júl.) alltaf bara þótzt styðja aukinn iðnað, því að hún veit vel að stalínistinn Svandís slátrar umsvifalaust öllum þannig hugmyndum.

Pétur (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 15:42

2 identicon

Og enn heldur sálfræðinýgræðingurinn Össkur Skarp. að halda því fram að evrukrísan sé búin. En kannski þarf ekki að vera mikið meira en nýgræðingur þegar höfða þarf til skammsýnna krata og hægt er að Össkra nógu hátt. Þetta lið er einhver mesti brandari Vesturlanda.

Flowell (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 19:14

3 identicon

I sjálfu ser hefur ekki verið hægt á neinu i þessu ferli ,það er bara blekking Samfó núna i Aðdraganda kostninga ...Annað mál er að fólk er kanski að byrja átta sig á um  hvað málin snúast og að hverju þarf að snúa ser ?.....Að laga til i eigin landi á eigin okkar forsemdum svo verði lifvænt her .......Og þar bjargi evrann engu eða ESB .,,,,,og þar hefur forsetinn talað skyrt t.d. .....

Ragnhildur H (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband