Sunnudagur, 20. janúar 2013
Árni Páll fúll út í Dag: sumir mega ekki hafa skoðun
Samfylkingin trúir á takmarkað málfrelsi og vill þröngar skorður á hverjir mega hafa skoðanir og hverjir ekki. Árni Páll og stuðningsmenn hans bregðast ókvæða við stuðningsyfirlýsingu Dags B. Eggertssonar við formannsframboð Guðbjarts Hannessonar.
Í Eyjunni er útskýrt hvað má og hvað má ekki í Samfylkingunni.
Dagur styður Guðbjart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir því sem óvinsældir Samfylkingar aukast, því sovéskari verða forystusauðirnir.
Sýnist þróunin verða sú, að Samfylkingin ætli að elta VG út í öfgafenið. Megi sameinginlegur dauðadagi þeirra þar, verða skjótur og sársaukalaus.
Hilmar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 16:40
"Orðið á götunni" á eyjan.is er ekki blaðamennska, heldur ábyrgðarlaust slúðurrugl í boði Karls Th. Birgissonar, oftar en ekki uppspuni. Sem fjölmiðlafræðingi er kannski fyrir neðan þína virðingu að sælda þig saman við þesslags.
Slöttólfur (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 21:58
Ég er nú vinur fólks sem er að vinna fyrir Árna Pál og það vissu allir um að Dagur væri fylgismaður Guðbjarts og myndi tilkynna það. Það varð enginn reiður út af því. Það varð í raun engin reiður en fannst ekki við hæfi setningin sem að Dagur kom með í endan varðandi Landsvirkjun. Og í framhaldi sendi Árni á okkur facebook vini þessa meldingu sem þú vitnar í frá eyjunni.
Þetta var nú öll reiðin. Hann var að benda okkur stuðningsmönnum á að passa okkur að missa okkur ekki út í svona moldarslag.
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.1.2013 kl. 22:06
Já við vitum Magnús minn, það er bara einn Füli í öllu apparatinu. Kalli skrifar líka stundum um það, sem fólk á götunni skrafar.
Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2013 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.