Er 4,4% atvinnuleysi það sama og 14,6%?

Íslandsbanki segir svipað ástand á Íslandi og Írlandi í efnahagsmálum. Eins og Heimssýn bendir á þá er atvinnuleysi á Íslandi 4,4% en meira en þrisvar sinnu meira á Írlandi eða 14,6%?

Hvernig getur það verið svipað?

Er Íslandsbanki þeirrar skoðunar að atvinnustigið sé aukastærð í hagkerfinu?

 


mbl.is Ísland og Írland á svipuðum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má bæta því við, að 2-300 þúsund Írar hafa flúið land undanfarin 3 ár, og straumurinn er að aukast, fremur en hitt.

200-300 manns flýja á hverjum degi, og er þetta mesti flótti frá landinu, frá hungursneiðinni miklu um 1850.

Þessi mikli landflótti fegrar tölurnar ansi mikið.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 17:20

2 identicon

Einnig mætti benda á að samkvæmt þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna um Lífskjaravísitölu mannkyns (Human development index (mælir lífslíkur, menntun og tekjur almennings)) þá hefur Ísland fallið úr fyrsta sæti árið 2007 í það fjórtánda meðan Írland hefur farið úr fimmta í sjöunda. Samkvæmt því hefur almenningur það betra á Írlandi en hér þrátt fyrir að einhverjir þeirra þurfi ekki að vakna til vinnu.

Árið 2011 fluttu 4.135 Íslenskir ríkisborgarar frá landinu. Samsvarandi fjöldi miðað við fólksfjölda væru um 80.000 Írar, eða 220 á dag. Árið 2011 fluttu um 47.000 Írskir ríkisborgarar úr landi, um 130 á dag. Þannig að við sláum Írana auðveldlega út í hinni vinsælu þjóðaríþrótt "flótti frá bágum kjörum"...miðað við hina frægu höfðatölu.

sigkja (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 21:04

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er miklu verra en þið haldið - 4.4% er bara liðið sem er skráð á bótum...

Ásgrímur Hartmannsson, 10.1.2013 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband