Jón Bjarna og Bjarni Harðar í sérframboð

Jón Bjarnason gerði vel í að fara í sérframboð í Norðvesturkjördæmi. Ekki er vafi á að eftirspurn eftir Jóni fyrir norðan er síst minni en fyrir Bjarna Harðarsyni í Suðurkjördæmi en 44 prósent Sunnlendinga vilja Bjarna á þing.

Jón og Bjarni eru báðir einstaklingar sem ekki selja pólitíska sannfæringu sína fyrir völd og vegtyllur. Þeir eru þrautreyndir talsmenn fullveldis og landsbyggðar. 

Jón Bjarna og Bjarna Harðar á þing, takk fyrir.


mbl.is Jón fer ekki í framboð fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hefur þá skopskyn eftir allt saman.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2013 kl. 12:10

2 identicon

Enginn húmor þarna. Eins og þjóð veit er alfarinn vilji fyrir áframhaldi Jó-Gríms og inn-reið í ESB. Húrra húrra!

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 13:43

3 identicon

LÍÚ er víst búið að tryggja fjárhag þessa framboðs að fullu næstu 10 árin líkt og þeir hafa kostað þessa báða frambjóðendur undanfarin ár. Allt til að halda í þessa blessuðu LÍÚ-Krónu sem þeir fá greitt fyrir að halda ekki vatni yfir.

Guð forði okkur frá því að þessir annars ágætu menn fari í framboð aftur.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 13:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi L.Í.Ú grýla er orðin dálítið þreytt.  Það er allskonar fólk úr öllum flokkum sem vill ekki inn í ESB.  Mér lýst vel á sérframboð þessara manna, Jón er vís með að rífa endanlega allt fylgið af VG í norðvestur kjördæmi eins og landið virðist liggja í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2013 kl. 15:18

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er ekkert til sem heitir ,,sérframboð". Hvorki til Alþingis, sveitarstjórnar eða innan félagskerfis okkar. Allir hafa jafna rétt í stjórnmálalífinu og félagsbaráttunni.

Ef einstaklingur eða hópur fólks vill fara í framboð er einfaldlega borinn fram listi og eru ákveðnar reglur, hvernig það gerist.

Orðið ,,sérframboð"  er komið til að undirlagi ríkjandi stjórnmálaflokka sem hafa talið fólki trú um að þeir einir ættu óskoraðan  rétt til að bera fram lista til Alþingiskosninga. Annað væri ,,sérframboð" og væri varhugavert tiltæki.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.1.2013 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband