Samfylking og VG úthúða forseta og þjóðkirkju

Samfylkingin og undirróðursmenn flokksins á RÚV gerðu hróp að Agnesi biskupi fyrir þá sök að þjóðkirkjan ætlaði að rétta Landsspítalanum hjálparhönd við að kaupa lækningatæki. VG heggur til forseta lýðveldisins vegna þess að hann ráðleggur hófstillingu í stjórnarskrármálinu.

Með því að Samfylkingin og VG sameinast í árásum á stofnanir sem eru almenningi nokkru kærari en alþingi, að ekki sé talað um stjórnarmeirihlutann þar á bæ, staðfesta vinstriflokkarnir að þeir eru helstu niðurrifsöflin í íslensku samfélagi.

Þjóðin mun ekki veita niðurrifsöflum brautargengi í alþingiskosningunum í vor.  Það væri eitthvað svo 2009-legt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Páll Vilhjálmsson úthúðar öllum sem ekki eru til í annað hrun, töku 2...

hilmar jónsson, 5.1.2013 kl. 15:25

2 identicon

Ég er 100% sammála Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Bravo, Sigríður!

Ríkisstofnun á ekki að safna fyrir ríkisstofnun, en þjóðkirkjan svokallaða er ríkisstofnun, óþarft að þrasa um það.

Kirkjan á ekkert að vafstra í slíku, hún á hinsvegar að aðstoða fátæka og þá sem bágt eiga. Ríkið sjálft á ekki bágt! Það gæt t.d. lagt niður ruglembætti forsetans og notað féið sem rennur í þá botnlausu hít til kaupa á mörgum MRI tækjum. Mörgum, og það á ári hverju.

Mín vegna hefði biskupinn mátt standa fyrir söfnun innan stéttar presta og meðhjálpara til kaupa á  handklæðum, sápu, bleyjum etc.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 15:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bull er þetta í þér eins og oft áður. Samfylkingin hefur ekkert um þetta sagt. Þeir sem kalla sig blaðamenn verða að vera nákvæmari

Jón Ingi Cæsarsson, 5.1.2013 kl. 16:05

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigríður Ingibjörg,var eins og norn í sjónvarpinu,hef aldrei séð annað eins gneistaflug. Hvaða máli skiptir það þótt nýlega hefðu farið fram samningafundir,þjóðkirkjunnar og ríkisins,þar sem framlögin hafa verið skorið niður ár eftir ár.Þú Haukur þykist vita hvað ríkisstofnanir eiga að gera.Veistu hvert er hlutverk RUV.það á að gæta hlutleysis í hvívetna,en því er beytt miskunarlaust í krafti Samfylkingar,eins og þjóðin sá í frekjugargi frú Sigríðar Ingu. Auk alls áróðurs og þöggunar liðinna ára.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2013 kl. 16:30

5 identicon

Liðsmenn vinstri hersins virðast ætla að brenna alla akra og míga í alla brunna sem þeir ríða framhjá á undanhaldinu. Mannleg reisn í ósigri er ekki öllum gefin.

Seiken (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 17:56

6 Smámynd: Elle_

Jóhönnu-Steingrímsmenn eru alveg gjörsamlega að fara á límingunum yfir verðandi kannski 500 ára brottrekstri úr stjórnmálum.  Niðurlægingin er algjör og brýst illa út í valdníðslupakki.

Elle_, 5.1.2013 kl. 18:22

7 identicon

Haukur: Forsetaembættið fær tæplega 191 milljón á fjárlagafrumvarpi 2013.

Ef við ímyndum okkur að öll verkefni embættisins væru úr sögunni við það að leggja embættið niður og hver einasta króna væri sparnaður myndi það kannski duga fyrir einu MRI tæki af einföldustu gerð ásamt tölvubúnaði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 18:23

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Menn eins og Haukur hatast við forsetann og vilja bara leggja niður forseta embættið af því að þeir fengu ekki að eigna sér forsetann og hann og embættið var fyrir þeim í ICESAVE hörmunginni.

Eins grafa þeir stöðugt undan sjálfsstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar af því að þeir vinna að því öllum ráðum að koma landi okkar og þjóð undir vald ESB elítunnar í Brussel.

Sorglegir þessir landsölumenn !

Gunnlaugur I., 5.1.2013 kl. 19:56

9 identicon

Farþegar og áhöfn Flugleiðavélar þurftu að binda og kefla flugdólg með límbandi.

Er ekki málið að við gerum það sama við þessa alþingisdólga?

Þessir síðustu fjórir mánuðir gætu orðið bærilegir, í stað þess að vera pínleg dagleg áminning um hvers konar vitleysingabæli VG og Samfylking eru.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 20:12

10 identicon

En hvað eru innbyggjarar eiginlega að kvarta og kveina yfir forseta ræflinum. Þið kusuðu hann í embættið; ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum, ekki þrisvar sinnum, ekki fjórum sinnum, nei, þið kusuð hann fimm sinnum.

Halló, þið kusuð ræfilinn oftar en Dabba.

Zero ástæða til að kenna í brjóst um ykkur eða biðja Guð að blessa vitleysuna í ykkur. Forget it!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 20:16

11 Smámynd: Elle_

Við kusum hæfasta og tryggasta forsetann, já.  Við kusum hann 5 sinnum.  What is your point?

Elle_, 5.1.2013 kl. 21:00

12 identicon

Sýnir að engum er alls varnað.

Karl (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 21:04

13 Smámynd: Elle_

Enginn veltir Ólafi, Haukur Kristinsson, aka Ómar Kristjánsson: Það ættuð þið að vita: 47min + 04 sek.

Elle_, 5.1.2013 kl. 21:52

14 identicon

Haukur Ómar Bjarki Kristinnsson, þú stóðst þig frábærlega vel

sem DV-Kommentari í Áramótaskaupinu.

Það toppar þig enginn, ekki einu sinni öll atriðin í Skaupinu.

Andrés (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 22:04

15 identicon

Í flestum siðuðum löndum hefði verið búið að sparka manni eins og Ólafi Ragnari úr embættinu. Þóðverjar voru ekki lengi að losa sig við Christian Wulff, sem hafði verið dinglandi með þýskum auðmönnum, þó frekar meinlaust, miðað við ruglið í Ólafi Ragnari.

ÓRG sýndi þarna af sér fáheyrt dómgreindar og ábyrgðarleysi af æðsta embættimanni ríkis að vera. Svona á auðvitað enginn þjóðhöfðingi að haga sér ef allt væri með felldu.

Hann var í fararbroddi útrásarvíkinganna og notaði embættið sem farveg fyrir þeirra þjófnð og svik. Þá flutti hann kexruglaðar ræður um hversu innbyggjarar væri frábærari en aðrar þjóðir. Þarna sýndi maðurinn af sér "krankhaft" drómgreindar- og ábyrgðarleysi.

Allt þetta er rakið í RNA skýrslunni í löngum kafla.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 22:15

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og fyrir hvað ætti að sparka honum?  Þið eruð aumu vesalingarnir hatursmenn Ólafs.  Aumkunarverðir ættuð örugglega að leita ykkur lækninga við þessu hatri, það fer illa bæði með sálarlífið og skrokkinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 22:20

17 identicon

Háværi minnihlutinn er alveg að flippa út. Gaman að sjá að 'olafur er með þetta pakk undir kontról......

GB (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 22:27

18 identicon

Hjartanlega sammála þér Ásthildur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 22:33

19 Smámynd: Elle_

Haukur Kristinsson vísar sýknt og heilagt árum saman í bindi 8 í skýrslunni, þar sem samfylkingarkonan Kristín Ástgeirsdóttir vann myrkraverk gegn forsetanum með persónuníði.  Forsetinn neitaði opinberlega hvað var sagt um hann þar. 

Forsetinn ber ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum.  8. bindið var líka ekki hluti af rannsóknarskýrslunni sjálfri svo Haukur ætti að hætta að ljúga.  Þó hann sé fullur af hatri.

Elle_, 5.1.2013 kl. 22:58

20 identicon

Ætli þær systur og alþingismenn Álfheiður Ingadóttir og Sigríður Ingadóttir séu samnefnarinn fyrir VG og Samfylkinguna?

þór (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 23:11

21 identicon

Og af hverju allt þetta hatur í garð forsetans Haukur Kristinsson?  Er það af því að ÓRG varð við ósk þjóðarinnar um að fá að greiða atkvæði um hvort Samfylkingin og VG mættu eyða 507 milljörðum af gjaldeyri í að "kíkja í ESB-pakkann".

Og vel á minnst?  Með hvaða gjaldeyri ætluðuð þið að greiða þessa 507 milljarða?  Er það með "sama" gjaldeyri og núna finnst hvergi til þess að borga af 300 milljarða skuldabréfinu sem nýji Landsbankinn lagði inn í þrotabú gamla bankans? Og það meira að segja áður en að nýji bankinn er byrjaður að borga af höfuðstól bréfsins minna en þremur árum eftir að SJS og félagar gáfu það út?

Þið eruð snillingar sem ættuð hvorki að hafa kredit-kort né að sýsla með almannafé.

Seiken (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 23:27

22 identicon

Haukur Kristinsson, hvað heldurðu að þú getir ráðist á Ólaf Ragnar lengi með ekkert í farteskinu nema persónulegt hatur og ofstæki?

Þú ert þar að auki of viss í þinni sök. Þú bendir á þessa RNA skýrslu rétt eins og hún væri flokksstefna Samfylkingarinnar.

Varst það ekki líka þú, aftur og aftur fullur af hatri og vissu um ágæti og sigur Þóru Arnórsdóttur úr Samfylkingunni og verðandi ósigur Ólafs Ragnars? Þú ert ekki marktækur.

identicon

Vinir eða kunningjar forsetans ættu að skora á hann að draga framboðið til baka og segja honum að gleyma þessari fáranlegu undirskriftasöfnun Jóns Vals og Guðna gamla. Þetta er búið hjá Óla, hann mun skít tapa fyrir Þóru. Með því að draga sig til baka gæti hann bjargað sínu “legacy”, að hluta til. 16 ár eru meira en nóg hjá manninum sem skrifaði þær ræður, sem lesa má fyrir neðan.

“We’ve seen enough”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 07:04

Ólafur (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 23:52

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólafur gott að rifja þetta upp, ómálefnalegt og hreinlega ærumeiðandi.  Hatur er eyðingarafl sem best er að losa sig við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 00:05

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er í sjálfu sér ekki ósammála aðfinnslum Sigríðar Ingibjargar, en hún er að fara út fyrir sitt hlutverk. Það hefur enginn skipað hana sem siðapostula kirkjunnar. Hún er auk þess vanhæf til að vera að rífa kjaft út af þessu framtaki biskups, því á vakt hennar og Samfylkingarinnar hefur heilbrigðisþjónustan drabbast niður.

Það á ekki að vera að níða niður svona framtak til að verja heilbrigðisþjónustuna, hvaða hugur sem kann að liggja að baki hjá biskupi. Staða Landsspítalans er orðin svo alvarleg að það liggur við að það sé sama hvaðan honum kemur hjálp.

Theódór Norðkvist, 6.1.2013 kl. 01:42

25 identicon

Það er fullkomlega eðlilegt, að þeir sæti ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, sem ærumeiða forseta Íslands, en það getur varðað allt að tvöfaldri venjulegri hegningu. Blogg Björns Vals Gíslasonar hlýtur í því sambandi að koma fyrst til skoðunar, einnig þetta blogg vegna ummæla Hauks Kristinssonar og vísast fleiri vefsíður. Þó finnst mér enn ámælisverðara, að Sjónvarpið skyldi í fréttatíma sínum á laugardagskvöld hafa eftir og breiða út slík ummæli, einnig á vefnum ruv.is. Það var ekki nauðsynlegur hluti af umfjöllun um málið. Það var fráleitt og á að sæta opinberri rannsókn, vegna embættis forseta Íslands ekki síður en vegna Ólafs Ragnars persónulega. Það er löngu kominn tími til að láta þá menn fara, sem stjórna Ríkisútvarpinu, einkum útvarpsstjórann og fréttastjórann. Hafi þess einhvern tíma verið kostur, að þeir bæðust aðeins afsökunar eða lofuðu bót og betrun, er það orðið alveg fráleitt.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 02:47

26 identicon

Það ber að fordæma og með sterkum orðum að forseti þjóðarinnar, sem búinn er að sitja í fjögur kjörtímabil og situr nú í því síðasta, skuli ekki hafa þann siðferðislega styrkleika og þá greind að styðja þær lýðræðisumbætur sem felast í tillögum stjórnlagaráðs.

Ekki síst eftir hrunið og afleiðingum þess, sem hann ber þó nokkra ábyrgð á með sinni glórulausu þátttöku og meðvirkni.

Vel menntaður og vel vitiborinn maður hefði varað við þeim fíflagangi, en ekki tekið þátt í vitleysunni, blindaður af trylltum hugmyndum um ágæti og genialitet innbyggjara.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 07:41

27 identicon

Gáfumaðurinn sjálfur enn vælandi. Svo Ólafur Ragnar mátti ekki að þínu áliti segja neitt um árás Samfylkingarinnar á stjórnarskrána? Ólafur Ragnar fær sinn tíma og tækifæri til að hreinsa sig af rógburði þínum og Samfylkingarinnar. Færi betur að þið færuð að hafa hljótt.

Ólafur (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 07:59

28 identicon

Haukur Kristinsson Kl.7.41

Gaman væri að frétta hvað þú starfar með, og hvort þú sért með svona svona 5 háskólagráður að minnsta kosti. Eitthvað verður þú til brunns að bera með öll þau ósköp af óhróðri sem þú hefur í farteskinu. En rólegur, ennþá hefur þú ekki slegið Björn Val út. En með góðu áframhaldi tekst þér það von bráðar.

Vonandi glæðist tilveran hjá þér á nýju ári. Því núna áttu virkilega erfitt.

jóhanna (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 08:45

29 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líklega er það rétt hjá PV að annað eins niðurrif á stofnunum lýðveldisins hefur ekki farið fram fyrr.

Við gátum ekki verið óheppnari með ríkisstjórn eftir hrun bankanna.

Það sem hefur bjargað okkur til þessa eru neyðarlög Geirs H Haarde og gengisfelling krónunnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2013 kl. 10:31

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Heimi hér, Helgu Kristjánsdóttur, Seiken og Ásthildi Cecil. Gleðilegt ár, gott fólk!

Jón Valur Jensson, 6.1.2013 kl. 14:04

31 identicon

Ég var sammála mörgum hér en ætla ekki að telja þau öll upp.

Seiken bendir réttilega á að Haukur Kristinsson hatist út í Ólaf Ragnar vegna Icesave, en Haukur hefur oft ráðist á Ólaf Ragnar vegna Icesave. Það hafa margir þrætt um það við Hauk hér í blogginu, en hann heldur enn fram án þess að hlusta á nein rök, að íslenska þjóðin beri ábyrgð á þessari einkaskuld einkabanka.

Ólafur (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 14:51

32 identicon

Seiken sagði það reyndar óbeint, í formi spurningar.

Ólafur (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband