Þriðjudagur, 18. desember 2012
Umboðsleysi ESB-umsóknar algert
Aðeins einn flokkur á alþingi vill að Ísland gangi í Evrópusambandið og sá flokkur gengur ekki heill til skógar; sumir þingmenn flokksins vilja bara sjá ,,hvað er í boði". Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæðanna við síðustu kosningar og mælist nú með um fimmtungs fylgi.
Aðrir stjórnmálaflokkar eru með samþykktir sem ýmist mæla með afturköllun umsóknar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, eða eru andvígir aðild að ESB, - VG.
Flokkssamþykktir stjórnmálaflokka endurspegla lýðræðislegan vilja félagsmanna. Þegar það liggur fyrir að hvorki síðustu þingkosningar né pólitískar samþykktir stjórnmálaflokka á alþingi veita umboð til ESB-leiðangurs þá liggur í augum uppi að þeim leiðangri er sjálfhætt.
Tillagan vekur athygli erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://eirikurjonsson.is/haegri-graenir-naest-staerstir-konnun/
GB (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 20:09
Sammála, það er vonandi að þessari vá verði afstýrt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2012 kl. 21:24
Ég get ekki annað en dáðst að seiglu Jóns Bjarnasonar í þessu ESB máli. Hann byrjar á að kjöldraga velferðarstjórnina, því næst tjargar hann hana og fiðrar áður en hann endanlega rúllar henni upp úr olíu og hveiti. Þetta VG fólk og fyrrverandi VG fólk sem hefur fylgt sinni sannfæringu hvað sem á hefur dunið á skilið endurkjör.
Ég geri mér grein fyrir því að það er töluverður "bias" í skoðanakönnunum Bylgjunnar en tölurnar í könnuninni sem GB linkar á eru all svakalegar.
Seiken (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 21:40
Gott mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.