Launajafnrétti meira hér en í ESB

Launajafnrétti er meira á Íslandi í að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Ófaglærðir og iðnaðarmenn eru hlutfallslega á betri launum á Íslandi en í ESB. Sérfræðingar og stjórnendur eru á hinn bóginn hlutfallslega með lægri tekjur hér en austan Atlantsála.

Fólk á ASÍ-launum er líka til muna afdráttarlausara í andstöðunni við ESB en hátekjufólk, eins og nýlega kom fram í könnun Heimssýnar.

Samfylkingin er með ESB-umsókninni að berjast fyrir hagsmunum hátekjufólks.


mbl.is Meðallaun lægri hér en í ríkjum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er því miður ekki rétt hjá þér páll , ófaglærðir og iðnaðarmenn í td bretlandi eru með töluvert betri laun en tíðkast hér á landi . Árið 1996 þegar ég bjó þar þá  var skattprósentan um 22%  national insurance var frekar lág og ekkert borgað í lífeyrisjóð eða stéttarfélag . Það er auðvelt að lesa sér til um laun í flestum löndum og ég fullyrði að hér á landi fellst launajafnrétti í að borga sem minnst laun og helst engin eins og hefur sýnt sig með vinnumarkaðsstörf sem sköpuð eru í gegnum vinnumálastofnum með samningi við atvinnurekanda og greiðslum frá vinnumálastofnun .

Valgarð (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband