And-sovésk kosning Steingríms J. en RÚV reddar málunum

Steingrímur J. fékk atkvæði um um fjórðung þeirra sem voru á kjörskrá VG í Norðausturkjördæmi. Í vinstrikreðsum var einu sinni talað um ,,sovéska kosningu" þegar einhver fékk yfirburðafylgi. Steingrímur J. fékk and-sovéska kosningu enda greiddi landsbyggðafólk atkvæði með fótunum og hélt sig frá kjörstað.

Hjálpræði Steingríms J. er samt ekki alveg fortapað. Vinstraríkisútvarpið DDR, afsakið RÚV, reddaði málunum með því að gera stórglæsilega kosningu formannsins að fyrstu frétt klukkan sex.

Foringinn fellur í heimabyggð en RÚV mærir hann í útvarpi allra landsmanna. Dálítið súrrealískt.


mbl.is Steingrímur: Sterkur listi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er dálítið skondið, hann býður sig EINN í fyrsta sætið og fær 199 atkvæði af 261.  Er það ekki dálítið skrýtið og það eru 722 í félaginu þarna fyrir norðan.  Af þeim sem nenna að mæta, kjósa aðeins rúmur helmingur formanninn, sem einn býður sig í fyrsta sæti og þetta er kallað sigur.  Svo voru ótrúlega mörg atkvæði ógild, sem þýðir bara eitt.  Að menn hafi verið virkilega að rassskella formanninn í beinni. Gott hjá þeim, menn láta bara svíkja sig einu sinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 18:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Af þeim 261 (af 722)  sem þó gerðu sér það ómak að greiða atkvæði voru 62, eða 24%, sem studdu ekki formanninn.

Gífurlega sterkur listi, segir formaðurinn sjálfur.

Stórglæsileg kosning að mati RÚV.  

Miðað við hvað - eiginlega?

Kolbrún Hilmars, 15.12.2012 kl. 20:01

3 identicon

Það er ljóst að áhugi Norðlendinga á VG er ekki mikill. Mikið framboð, eða þannig, en lítil eftirspurn enda þótt sjálfur eigandi klúbbsins hafi verið í boði. En þarna heldur RUV áfram með við-erum-í-ríkisstjórn-leikinn og er til skammar. Viðtalið við Stefán Ólafsson, „fræðimann í pólitík,“ kvöldið áður var þó botninn á fréttamennsku þessa mánaðar á RUV.

Hannes (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 20:22

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Allt glatað, Ísland kommúnistaland, RUV landráðastofnun og Heimssýn að bregðast. Ekkert jákvætt eftir nema Hásegismóri. Verst að ekki skuli hægt að klóna hann fyrir ykkur hrunplebbana, því ekki er hægt að horfa fram hjá því að hann er farin að gamlast.

Ertu ekki annars að verða full þunglyndur yfir lyklaborðinu Páll ?

Kannski ráð að bregða sér í göngutúr af og til, svona á milli svartnættis pistlanna....

hilmar jónsson, 15.12.2012 kl. 20:34

5 identicon

Geggjað ástand.

Viðbrögð mannsins og ummæli hrein geggjun.

Algjör firring stjórnmálastéttarinnar á Íslandi er staðfest í þessari geggjuðu kosningu valdasjúks manns sem hefur ekkert umboð, nýtur einskis trausts og er fyrirlitinn af þjóðinni.

Sjúkt. 

Karl (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 21:11

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Menn eiga í erfileikum að skynja hugarfar þitt Hilmar.

Vilhjálmur Stefánsson, 15.12.2012 kl. 21:11

7 identicon

Jónas frá Hriflu samtímans.

Geðbilaður fasisti.

Rósa (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 22:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má nokkuð bjóða þér í göngutúr ágæti Hilmar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 23:04

9 identicon

Mér skilst að það sé komin athugasemd frá SJS við fréttaflutning af atkvæðagreiðslunni. 41 atkvæði var dæmt ógilt og hann fékk því 90% af greiddum atkvæðum.

Það væri ekki hægt að skálda upp þennan farsa.

Seiken (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 23:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe nei einmitt Seiken, þetta er bara svona Gnarrgrín... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 23:37

11 identicon

Seiken, birtist sú athugasemd á RUV? Það er varla Smuga á öðru.

Hannes (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 23:38

12 identicon

Hannes. Mér skilst af Pressunni að SJS hafi séð ástæðu til þess að senda Eyjunni athugasemd um þessi 41 ógildu atkvæði. Fólki um allt land er auðvitað létt við þessi tíðindi.

Ég geri ráð fyrir að RÚV menn séu sofnaðir en þeir munu þá þurfa að horfast í augu við það að hafa misst af skúbbi aldarinnar þegar þeir vakna á morgun.

Seiken (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 23:49

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

90% stuðningur. Afar afgerandi og kemur ekki á óvart enda staða SJS mjög sterk. Maðurinn sem bjargaði Íslandi eftir rústalagningu ykkar Sjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2012 kl. 00:45

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessa-r mar,þau redda þessu stóð ekki á seðlunum,,atkvæði móttekið,, fullkomlega löglegt!!

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2012 kl. 00:56

15 identicon

Ekkert nýtt hjá Páli Vilhálmssyni, skrifar illa um fólk !

En, ekki á launum hjá atvinnurekendavaldinu ! 

Það eru fréttirnar ! 

JR (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 03:19

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alveg öruggt að "hádegismóri" sá til þess að Steingrímur var rasskelltur í eigin kjördæmi, Hilmar, alveg á kristaltæru, enda maðurinn alguð í augum ykkar VG liða.

Það má vera að 199 atkvæði vegi þungt, hlutfallslega, fyrir VG í NA kjördæmi í næstu kosningum, Ómar. Kannski 100%. Hver veit!! 

Fréttaflutningur RUV er sannarlega súrealískur, sérstaklega þegar fréttir "fréttastofunnar" er borinn saman við "fréttir" hennar af prófkjörum annara flokka.

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2012 kl. 08:10

17 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ásthildur, það var fallega hugsað af þér að bjóða Hilmari í labbitúr !

Kveðja,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.12.2012 kl. 11:21

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég gerist alltaf svo væmin svona fyrir jólin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:24

19 identicon

Sterkur?  Er hræ sterkt?

Norðaustur kjördæmi.  Á kjörskrá eru rúmlega 28.000 manns.

Einungis 199 þeirra vilja nú leggja nafn sitt við Steingrím J.

Hræ er hræ.  VG er hræ.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband