Mánudagur, 10. desember 2012
Þrír kostir í vor: VG er hækjan
Þrír ríkisstjórnarkostir verða í boði í vor. Í fyrsta lagi sitjandi ríkisstjórn plús Framsóknarflokkurinn og e.t.v. Dögun/Björt framtíð. Í öðru lagi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í þriðja lagi að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taki saman.
Fyrsti kosturinn er sístur, annar ömurlegur og sá þriðji skástur.
Kosningabaráttan verður hatrammari en oft áður. Vinstriflokkarnir ætluðu að byggja upp pólitískt forræði í íslenskum stjórnmálum, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn bjó áður við. Sá draumur er orðinn að martröð, einkum fyrir VG sem horfir fram á tilveru hornkerlingar. Réttast væri að slá þá kerlingu af.
Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er á síðasta sjens að komast í stjórnarráðið og mun ekki draga af sér í baráttunni. Framsóknarflokkurinn er kominn með vaska sveit og Samfylking flaggar nýjum formanni.
Sem sagt, sérlega áhugaverður vetur framundan.
Athugasemdir
Það getur ekki verið að Páli sé full alvara. Að Hrunflokkarnir, Íhaldið og hækjan sé skásti kosturinn. Nú, ef þessir flokkar hefðu gengið í gegnum katharsis (κάθαρσις) og fengið nýja forystu, liti málið öðruvísi út, en svo er ekki. Flokksformennirnir báðir, Bjarni Ben og Sigmundur Davíð, eru skilgetin afkvæmi spillingarinnar eins og hún var verst fyrir Davíðshrunið. Báðir beint og óbeint merktir innherjastimpli. Sigmundur Davíð væri ekki einu sinni formaður hækjunnar, nema vegna digra Kögunar-innherja-sjóða.
Þessir tveir flokkar hafa líklega aldrei í sögu lýðveldisins verið eins skilyrðislaust á bandi yfirstéttarinnar, hún á FLokkinn, hún á hækjuna og hún á Moggann.
Nei, við verðum að styrkja nýju framboðin og þar líst mér betur og betur á Dögun. Gísli Tryggvason er traustur maður, greindur vel og heiðarlegur. Ég vil hann á þing. Við þurfum nefnilega enga splunku nýjar “stefnur”, þær eru líka ekkert í boði. Við þurfum fyrst og fremst heiðarlegar manneskjur sem þekkja muninn á egoism og altruism. Og við eigum nóg af slíku fólki á skerinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 08:22
Þetta er eki rétt hjá þér Haukur og kannski ættir þú að lesa blogg Páls örlítið betur. Hann segir einmitt að ríkisstjórn hrunflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sé ömurlegur!
Hitt er annað mál að innan Dögunnar er margt ágætt fólk, þó Gísli Tryggvason geti vart talist með því. En svo er jú með alla flokka, þar er innanum ágætis fólk, jafnvel innan Samfylkingar, þó ótrúlegt sé.
Gunnar Heiðarsson, 10.12.2012 kl. 09:34
Meðan fólk á borð við Hauk hefur ekki skilið það, verður ekki of oft hamrað á því, að Samfylkingin er hrunflokkur - sá hrunflokkur, sem fór með yfirstjórn bankamála og ber því öðrum fremur ábyrgð á hruni bankakerfisins. Þetta varðar ekki aðeins það að bera ábyrgð á misheppnuðu regluverki og misheppnuðu eftirliti, heldur það að vera helzta málpípa Baugsveldisins, en aðferðir þess og hrun var í krónum talið og siðferðilega séð stærsta brotalöm þjóðfélagsins.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 13:08
Lýst vel á þriðja kostinn hjá Vilhjálmi.
Þórólfur Ingvarsson, 10.12.2012 kl. 23:47
Átti að vera Páli Vilhjálmssyni.
Þórólfur Ingvarsson, 10.12.2012 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.