Steingrímur J. svekktur að komast ekki í ESB

Það er af sem áður var að formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, talaði gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Núna eru það honum ,,persónuleg vonbrigði" að aðlögunarferlið gangi of hægt fyrir sig.

Steingrímur J. er orðinn ESB-sinni en fer ekki hátt með það.

Nema þegar hann hittir erlenda blaðamenn.


mbl.is „Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega hafa þessi rúmu þrjú ár sem hann hefur haft til að kynna sér málið af einhverri alvöru ollið þessum viðsnúningi. Það getur ekki verið auðvelt fyrir einangrunarsinna að hafa á sínu borði alla daga staðreindir sem ganga í berhögg við allt lýðskrumið og innantómu slagorðin sem félagar hans hafa ávalt á takteinum. Það er svo auðvelt að vera bara á móti þegar maður veit lítið um málið. Þekking getur verið versti óvinur sannfæringa sem byggja á trúarhita.

sigkja (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 10:06

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigkja, Ég skil steingrím J mjög vel, viðsnúningur er eðlilegur ef lofað er flottu innijobbi þar sem þú gerir ekki neitt og færð fyrir það margar miljónir á mánuði. Þú getur kallað það staðreynd en ég kalla það vinnutilboð

Brynjar Þór Guðmundsson, 27.11.2012 kl. 17:25

3 Smámynd: Elle_

Það kallast mútur.

Elle_, 27.11.2012 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband