ESB-umsóknin eyðilagði pólitíska stöðu ESB-sinna

Áður en Samfylkingin eyðilagði ESB-málið var hægt að vera hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu á pólitískum forsendum. En eftir pólitíska fjárkúgun Samfylkingar gagnvart VG vorið 2009 var boðið upp á stríð sem ESB-sinnar hlutu að tapa.

Pólitíska umræðan um kosti og galla ESB-aðildar hefði getað mallað áfram í nokkur ár, jafnvel allt kjörtímabilið eða lengur. Ef umræðan félli með ESB-sinnum myndu flokkar og stjórnmálamenn, sem væru hlynntir aðild, styrkjast og ef til vill ná meirihluta á þingi í kosningum 2013 eða síðar.

En þegar Samfylkingin með hjálp VG svindluðu og sendu umsókn án undangenginnar umræðu og án umboðs frá þjóðinni þá jafngilti það stríðsyfirlýsingu ESB-sinna.

ESB-sinnar hlutu að tapa stríðinu. Styrkleikahlutföll í samfélaginu voru allaf gegn þeim. Gildir það jafnt um þá samfélagskrafta sem virkjaðir eru með og á móti sem, afstöðu stjórnmálaflokka og þjóðarinnar almennt.

Samfylkingin hugsaði sér að þvæla þjóðinn með hraðferð inn í Evrópusambandið en það gerði ekki annað en að herða andstöðuna.

Egill Helgason vekur athygli á hversu prófkjörin eru andsnúin ESB-sinnum. Það er rökrétt niðurstaða af málatilbúnaði ESB-sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Reynsla manna er að öllu jöfnu mikilvæg er glíma þarf við erfið mál. Þannig hefði ég haldið að reynslumestu þingmennirnir sem skipa þessa ríkisstjórn,kynnu að umgangast þjóðina,í staðinn fyrir að lítilsvirða hana með eintómum blekkingum,og það frá fyrsta degi. Eftir grófa meðferð þeirra á ríkisbönkum okkar,látum við þeim eftir stærsta bankann,fullan af verðmætum. Gjöri þau svo vel; Reynslubankinn.

Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2012 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband