Pólitískar afgangsstærðir

Best varðveitta leyndarmál íslenskra stjórnmála er að við höfum efni á stjórnmálamönnum sem halda ekki máli. Grunngerð samfélagsins er traust enda byggð upp af lýðveldiskynslóðinni.

Þrátt fyrir offramboð af stjórnmálamönnum lítilla sanda og sæva vinnur þjóðin sig jafnt og þétt upp úr kreppunni. Lýðskrumarar sem skolaði inn á alþingi í búsáhaldabyltingunni gátu ekki einu sinni haldið flokksnefnu saman út kjörtímabilið. En þeir standa í þeirri blekkingu að gera þjóðinni gagn, t.d. með því að atlögu að stjórnskipun lýðveldiskynslóðarinnar.

Pólitískar afgangsstærðir skipta um nafn og númer en við vitum hvar við höfum þær engu að síður.


mbl.is Ætlar að gefa kost á sér fyrir Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hva,! Fávís kona veltir fyrir sér fyrstu málsgreininni,,halda ekki máli,,? mittis,eða raddböndum,?

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2012 kl. 13:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elsku Páll! ,eða kaffikrúsinni.?

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2012 kl. 13:22

3 identicon

Natttröllin og anarkistarnir Þór Saari og Margret Tryggvadottir munu daga uppi i Dögun.

S.H. (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 13:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má ég einu sinni enn,tek heilshugar undir með þér S.H.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2012 kl. 13:53

5 identicon

Páll.

Heyr á endemum. Hvað tuð er þetta í þér eiginlega.

Ertu að reyna fálma þig áfram e-a pólitíska einstigu með bundið fyrir bæði.

Mér finnst þú ekki þurfa vera míga utan í þá sem þora, geta og hafa talað almennilega, þó svo að ætla mætti, þínir menn í FLokknum tali og munu tala undir rós.

Greinilegt að þú vilt ekki þekkja það að lengi býr að fyrstu gerð. Þó svo að FLokkurinn hafi náð, vegna aðilda hagsmunaraðila á þeim tíma og umræðu um sjálfsstæði landsins, að halda sér saman, þá eru aðrir tímar í dag. Einmitt mikið til þínu FLokk að þakka, að það er til fólk sem hellir í sér í svaðið til þess að fá hlutum breytt.

Svo koma svona skrattakollar eins og þú sem vilja hafa allt í höftum, hafa það eins og það var (lestist sem að hafna allri aðild að ESB), þó svo að staðreyndin gæti verið sú að það muni nýtast fleirum en færri til framtíðar.

Það mun náttúrulega aldrei gagnast þjóðerissinnum eins og þér og Vigdísi Hauks, þið munið ávallt sjá óvini allstaðar.

Ég hinsvegar vonast til að geta búið á Íslandi , við evrópsk kjör til framtíðar.

Eitt er víst, að aðhalds og haftaflokkurinn sem þú kannt að styðja, munu vilja halda öllu hér í örmum LÍU og öðrum aftuhaldssinnum.

Það er víst að Þór Saari hefur ekki sýnt sig vera einn af þeim, og megi hann vera meiri maður fyrir.

Sigfús (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 13:58

6 identicon

Sigfús. 

Ef þú ert ekki bara einfeldningur.

Hvernig í ósköpunum skýrir þú hvernig "evrópsk" lífsskjör nást á Íslandi við að greiða milljarða til embættismannakerfisins í Brussel.

Af hverju ekki bara svissnesk frekar en rúmeníulífsskjör spyr nú ég.

Það þýðir að vera laus við krata við stjórn í svona sirka tvo mannsaldra.

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 15:50

7 identicon

Það er sagt að einn fáviti geti spurt fleiri spurninga en 1000 snillingar geti svarað, líkleg er ég einn fávitinn til viðbótar.

Í mínum huga að búa við "evrópsk lífskjör" er að geta unnið mína vinnu, eftir skólagöngu, notið framhaldsmenntunar, byggt mér/keypt mér hús, stofnað til fjölskyldu og átt afgang af mínum, launum e-ð nærri lægi evrópskra lífskjara.

Horfum til okkar næstu landa, þetta er yfirleitt í boði fyrir þá sem eiga kost á ofangreindu, nema að þeir kjósi aðrar leiðir.

Hvað kostar að halda úti íslenskri krónu ? Hef heyrt talað um tölur eins og 20 milljarða og allt upp í 30 milljarða.

Mér finnst það bara of mikið til þess að LÍU og svipaðir kónar geti haft það gott í skjóli krónunar.

Ef niðurstaðan er ég geti hugsanlega keypt ódýrari  mat, fengið lægri lán og búið við betri kaupmátt og það innan ESB , þá kýs ég að kalla það evrópsk lífskjör. Þar vil ég þá vera.

sigfus (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 16:44

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://lan.jaisland.is/

dæmi um aukin lífskjör

hvet ykkur að skoða hvað lánin ykkar væri hátt ef við hefðum verið í ESB... en ekki með verðtryggða hávaxtakrónu

Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2012 kl. 19:47

9 Smámynd: Elle_

Vill Sigfús ekki bara fara í sitt hugsanlega ódýrara brusselska lambalæri?  Svo skil ég ekki þessa áráttu sumra, eins og Sigfús gerir, að troða Páli og fjölda annarra inn í flokka sem þeir eru ekki í.

Elle_, 26.11.2012 kl. 22:27

10 identicon

Elle: Veit ekki hvað þú átt nákvæmlega við þegar þú talar um "brusselskst lambalæri". Ef þú ert að tala um að það sé betra að borða íslenskst lambakjöt, þá er það mitt að velja það. Ef það verður í boði að borða erlent lambakjöt á betra verði, þá er það vel. Ef ég vil Íslenskst kjöt og hef efni á því að greiða fyrir það þá er það líka í lagi en leyfið mér að ráða því verði þessir kostir í boði.

Varðandi flokkana, þá talaði ég bara um títt nefndan Páls sem FLokksmann, ég hinsvegar tala um hann og Vigdísarferlíkið sem þjóðernissinna, því þau eru lítið annað.

Svo er kannski munur á ástæðum þeirra fyrir því að þau eru Þjóðernissinnar.

Mig grunar að hjá framsóknarferlíkinu snúist þetta um að halda öllum völdum hér á landi í stað þess að missa það frá sér.

Með Pál, get ég ekki komist að annari niðurstöðu að hann sé handgenginn FLokknum. Væntanlega styður hann ekki Samfó eða VG, nema að maðurinn sé laumframmari.... who knows.

Góðar stundir.

Sigfus (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 22:56

11 Smámynd: Elle_

Endilega fórnum fullveldi föðurlandsins fyrir lambalæri.  Og i guðanna bænum veldu þitt lambalæri sjálfur og þinn rosalega ódýra brusselska mat. 

Svo skulum við bara vona að þú fáir nú ofboðslega ódýr lán þarna líka, í skuldabandalaginu þar sem nauðungum eins og ICESAVE er troðið upp á sauðsvartan almúgann og hann rukkaður langt umfram alla styrki fyrir náðina að vera með í dýrðinni.

Elle_, 26.11.2012 kl. 23:59

12 Smámynd: Elle_

Fáránlegt að lesa þig enn halda fram að þú vitir í hvaða flokkum fólk er bara si-sona.  Maðurinn er að vísu margbúinn að segja það í síðunni að hann hafi nefnilega kosið VG síðast.  En þú veist.  Og kallar Vigdísi öllu illu en hinsvegar er konan líkl. sterkasta konan í stjórnmálum.  Hæf og skörp.

Elle_, 27.11.2012 kl. 00:13

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigfús hvet þig til að hlusta á viðtal við dr. Gunnar Tómasson hagfr.á útv. Sögu á morgun e.hd.minnir kl 12.30 Hann segir m.a. að hér sé keyrt á úreltri hagfræðikenningu,,hækka vexti til að hafa hemil á verðbólgu,,, bull..Margir hagfræðingar hér heima,kunna þessi fræði og leggja til svipaðar aðgerðir og dr Gunnar,til að aflétta íþyngjandi vitlausri hagstjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2012 kl. 01:33

14 identicon

Elle.  Sé ekki tenginguna á milli fullveldisafsals og lambakjöti, ef þú er þá að syngja sönginn góða sem ESB nei fólkið syngur ávallt "'Ísland tapar fullveldi sínu við inngöngu ESB" þá er ég bara ekki sammála því.

Rökin fyrir því eru einföld, við eru samstarfsaðilar í EES í dag, þar ganga yfir okkur meginhluti reglugerðarfargansins frá ESB, enn þá er Ísland með 100 fullveldi.

Þetta virðist snúast, aftur um þjóðernisrembu en ekki raunveruleikann.

Líttu á kvótann. Umræðan er þannig að við inngöngu tapi "þjóðin" eignaraðild sinni. Staðreyndin er þessi, að það eru ríflega 500 kennitölur á Íslandi sem eiga meirihlutann að nýtingarrétti kvótans (lesist þannig að sumir sjá það sem eign), þannig ég  sem venjulegur launamaður hef ekkert og mun ekki geta haft neitt um það að segja. Meira segja þeir sem telja sig eiga kvótann sjá ekki einu sinni sóma sinn í þvi að setja aflann á markað heldur selja hann á milli sína á láguverði og senda beint út. Þar birist öll þjóðaumhyggjan.

Hvað mun það þá skipta mig máli hvort að Siggi sjómaður á Íslandi veiði fiskinn eða Enrique frá Spáni ?

Engu, hefur ekki skipt mig máli hingað og mun ekki nema að kvótakerfinu verði breytt að öllu leyti, e-ð sem mun ekki gerast þegar FLokkurinn tekur við aftur.

Varðandi Vigdísi, þá hef ég ekki sama álit á henni og þú. Mér finnst hún ekki vera góður stjórnmálamaður. Fyrir mér er hún tækifærissinni og lýðskrumari.

Vona bara að hún nái ekki á þing aftur

Með flokkaaðild téðs Páls, þá ef ég haft rangt fyrir mér með að maðurinn sér FLokksmaður, þá bið ég hann, og kannski þig líka ? , afsökunar á því

Helga, sammála mörgu sem dr Gunnar Tómasson hefur lagt fram. Enda reyni ég að leggja við hlustir þegar hann er að tjá sig um efnahagsmál. Það er alveg rétt hjá þér að hér er ekki rétt hagstjórn. Því miður er þjóðin bundin í klafa verðtryggingar og hafta. Sumpart áunninn vitleysisgangur síðustu ár og svo afar klaufarleg vinnubrögð og hagsmunapot fyrir "rétta" aðila.

Enda þjóð sem var með Trygga Þór Herbertsson sem helsta Efnahagsráðgjafa í undanfara hrunsins mátti ekki eiga von á góðu.....

Sigfus (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 09:48

15 Smámynd: Elle_

Engin EES-lög ´ganga yfir okkur´.  Við erum enn fullvalda ríki með okkar löggjafarvald.  Hvað ´þjóðernisrembuna´ þína varðar, kemur það ekkert málinu við og orðið eldgamalt bragð ykkar og á ekki við nein rök að styðjast.  Þú ert kastandi hlutum út í loftið í tómarúmi.

Elle_, 27.11.2012 kl. 20:22

16 identicon

Allt í lagi Elle. þú veist þetta best.

Gott hjá þér.

Yfir og út.

Sigfús (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 13:23

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

LOL

Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2012 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband