2007-auglýsingar Illuga og Guðlaugs

Einir frambjóðenda keyptu Guðlaugur Þór og Illugi Gunnarsson heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins. Líklega á Guðlaugur Þór einhvern afgang úr síðustu prófkjörsbaráttu sem var fjármögnuð af Baugi. Illugi þjónustaði sömu útrásarauðmenn, sat í Sjóð 9 í Baugsbanknum sem ýmist hét Glitnir eða Íslandsbanki og var rændur að innan með blessun meðreiðarsveina.

Myndmál auglýsinganna er ólíkt. Litlar svarthvítar myndir nokkurra tuga stuðningsmanna eru á auglýsingu Guðlaugs Þórs. Skilaboðin eru þau að sauðsvartir kjósendur fylgja hrunverjanum yfir gröf og dauða. Trygglyndi og dómgreindarleysi er óheppileg pólitísk blanda.

Auglýsing Illuga er gerólík. Hann ávarpar lesendur með yfirskriftinni ,,Við höfum verk að vinna." Stefið um duglegan mann verkanna er mörgum sjálfstæðismanninum kært. Áður en Illuga er veitt brautargengi ættu sjálfstæðismenn að íhuga hvort ekki vanti eitthvað upp á stefnufestu Illuga, sem einn daginn er svarinn andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu en þann næsta vill sækja um aðild.

Í dag eru betri kostir í boði en Illugi og Guðlaugur Þór.  Á morgun verða sjálfstæðismenn vonandi með framboðslista sem rís undir merkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Ég hef ekkert á móti þessum mönnum, tel þá reyndar með nokkrum ágætum. Eins er ég á því að Guðlaugur hafi, sem heilbrigðisráðherra, unnið gott verk en því miður vannst ekki tími til að hrinda ýmsu í framkvæmd áður en nýir valdherrar eyðilögðu ýmis góð áform. En hvað um það.

Eftir situr sem áður að enn virðast of margir (ekki bara Guðlaugur og Illugi) ekki átta sig á að prófkjör, sem kosta mikla fjármuni, jafnvel tugi milljóna króna verða ekki fjármögnuð nema frá utanaðkomandi aðilum og að sú gjörð felur í sér óeðlilega skuldbindingu. Breytir þar engu þó að menn segi annað; að milljónastuðningur komi frá vinum og vandamönnum og félögum úr t.d. viðskiptalífi eða ýmsum samtökum. Prinsippið er einfalt: ekki bjóða heim hættunni á hagsmunatengslum við óskylda aðila.

Satt best að segja hefði ég óskað að báðir þessir menn hefðu áttað sig á þessu, því ég tel að þeir hafi fjölmargt til síns ágætis. En á meðan þeir átta sig ekki á ofangreindu prinsippi get ég með engu móti stutt þessa menn. Tel reyndar að erfitt verði fyrir mig að styðja Sjálfstæðisflokkinn að ýmsu óbreyttu.

Hægri grænir? Sjáum til !!

Ólafur Als, 24.11.2012 kl. 14:29

2 identicon

Sæll Páll; sem aðrir gestir, þínir !

Ólafur Als, !

Það eitt; að þú skulir ekkert sjá athugavert, við þessa menn, er einungis til vitnisburðar um siðblindu þína - eða þá; all hastarlegt skammtíma minni, ágæti drengur.

Aldraður bifreiðarstjóri; hér austan fjalls, lagði ofurtrú mikla, á snilld Illuga Gunnarssonar, þegar Illugi fór sínum kámugu höndum, um sjóðu Íslandsbanka / Glitnis, á árunum fram undir 2008 - og tapaði þessi gamli maður, um liðlega 1 Milljónar Króna, eftir brask Illuga og félaga hans, í Kirkjusands sjóðunum.

Bifreiðastjórinn aldni; mátti víst þakka fyrir, að fá innan við 200 Þúsundir Króna til baka, eftir sóðalegt uppgör Bankans við hann, á sínum tíma.

Síkiley hvað; Ólafur minn ?

Með kveðjum samt; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 14:57

3 identicon

Satt er það, að hefði margt af því sem Guðlaugur setti í gang og var  að  koma úr hlaði sem heilbrigðisráðherra verið klárað, væri leikurinn á þeim bænum auðveldari.

Öllum þeim umbótum slátraði Ögmundur á einni nóttu.

Ég hef mikla trú á bæði Guðlaugi og  Illuga, en mun hafna þeim báðum í prófkjöri í dag og setja allt mitt traust á fólk með hreint borð , ennþá.

Kári (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 15:07

4 Smámynd: Ólafur Als

Óskar kæri, biturð þín er skiljanleg en ætti samt ekki að koma í veg fyrir lestrarskilning - ég var einmitt að finna að verkum þeirra. Leiðast annars svona stórkallayfirlýsingar um siðblindu í minn garð og tek því ekki mark á slíku, þrátt fyrir bireiðastóratitil - sem ég reyndar deili með þér þessa dagana.

Varðandi aðkomu Illuga að sjóði níu, svo kölluðum, þá þekki ég það ekki í þaula - annað en að honum er eignað persónulega það tap af hálfu margra. Ég er m.a. ekki sáttur við aðkomu hans þar en í mínum huga er aðalatriðið það, að báðir þessir, annars ágætu menn, létu heim fésýslumanna heilla sig um of. Þetta á við um fleiri þingmenn og er í stuttri samantekt hluti þess ókláraða uppgjörs sem minn gamli flokkur á eftir að ganga í gegnum.

Ég býð þér, Óskar, að taka aftur siðblindustimpil, þó ekki væri annað en þín vegna. Þú værir maður að meiri.

Bifreiðastjórakveðja frá Noregi ...

Ólafur Als, 25.11.2012 kl. 11:57

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Ólafur Als, !

Í ljósi vanmats míns; á þínum raunverulegu meiningum, að hluta, tek ég aftur siðblindu stimpilinn; hverjum, ég ánafnaði þér að ósekju - og bið þig afsökunar, á því slæma frumhlaupi, ágæti drengur.

En; Skúnkurinn Illugi, á inni hvert orða minna - og meira til, Ólafur minn.

Megi þér; og þíni fólki vel farnast, í Austurvegi (Noregi) - og með beztu kveðjum, að þessu sinni, utan frá Íslandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband