Fimmtudagur, 22. nóvember 2012
Vinstristjórnin og eymdin varanlega
Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins var getin taugaáfalli, fædd í hörmungum og hagar sér eins og viðskotaillur krypplingur. Hvort sem um er að ræða Icesave, ESB-umsókn, stjórnarskrá, endureinkavæðing bankanna eða skuldir ríkisstjóðs þá skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ávallt velja lélegasta kostinn.
Ef allt væri með felldu þá ætti ríkisstjórn vinstriflokkanna að njóta þess að hér eru innviðir í lagi og helstu hagtölur s.s. atvinnuleysishlutfall og hagvöxtur með því allra besta sem sést á Vesturlöndum.
En vegna sérlega illskeyttrar stjórnarstefnu í veigamiklum málum, stjórnarskrármálið og ESB-umsóknin vega þar þyngst, og yfirgengilegs dómgreindarleysis í Icesave-málinu þá trúir fólk öllu illu upp á ríkisstjórnina.
Ísland er meira og minna í lagi, þrátt fyrir ríkisstjórn Samfylkingar og VG en ekki vegna ríkisstjórnarinnar.
Vinstristjórn er ávísun á varanlega eymd. Þess vegna fá Samfylking og VG skell í kosningunum.
Umræða á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi stjórn verður rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar en ekki síður geðlækna og sálfræðinga.
Jóhanna og Steingrímur eru fremur læknisfræðileg viðfangsefni en pólitísk.
Valdasýki, öfgar, heift, hatur, sjálfsupphafning, sjálfmiðaður yfirgangur og stjórnlaus frekja eru fyrirbrigði sem vel eru þekkt innan geðlæknisfræðinnar.
Gæfta- og hæfileikaleysi þessa fólks er hins vegar harmleikur þjóðarinnar.
Karl (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 18:57
Ekki skal um það deild, að þessi ríkisstjórn er verri en nokkur önnur sem hér hefur setið.
Það er ekki bara, að hún taki allar röngu ákvarðanirnar, heldur er forystufólkið virkilega illgjarnt fólk, sem lítur niður á þjóðina.
Steingrímur og Jóhanna eru eins og verulega vondir foreldrar, sem beita beltinu ótæpilega, til þess að halda aga á þjóðinni. Það skal berja og meiða til að fá þjóðina til þess að fylgja forystusauðunum í ófærurnar.
Ekki batnar það þegar börnin, þjóðin, á frænkur eins og Álfheiði og Svandísi, sem eru eins og vondar nornir, ættaðar úr penna H.G. Andersen. Það er allavega ljóst, að börnin, þjóðin, er í höndunum á nýðingum, sem aldrei hefðu átt að fá forsjá með þeim.
Þeir ættingjar sem hafa viljað hugsa um hag barnanna, eins og Jón Bjarna og Lilja Mós, hafa verið reknir á brott, undir svívirðingum og óbótaskömmum illgjarna fólksins.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 19:04
En krakkarnir sáu við Norninni i Hans og Gretu !...og það hefðum við lika getað gert ef einhver væri einhverntimann sammála öðrum á þessu landi ,en eru sjálfir kanski bara lika dolltið valda og græðgissjúkur eins og krypplingarnir i stjórnarstólunum og hræddir um að missa eitthvað ? þó engin viti hvað, frekar en stjórnin og bara bulla eins og hún !!.............það kann ekki góðri lukku að styra þegar fólk hvorki veit, skilur eða vill ...en ætlar samt !!!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 20:42
Stjórnmálaumræður gátu oft orðið harðar um miðja síðustu öld og er sumt, sem sagt var, talið blettur á því eftir á.
En aldrei minnist ég þess að höfð hafi verið orð um stjórnmálamenn eins og "virkilega illgjarnt fólk", - "....eins og vondar nornir...", - "...börnin, þjóðin, í höndum á níðingum...".
Ómar Ragnarsson, 22.11.2012 kl. 21:00
Ómar í dag eru níðingar við stjórvölinn og vinna daglega gegn sinni eigin þjóð og á ég þá við aðlöguna að ESB og breytingu að stjórnarskrá sem þessir níðingar munu túlka eftir sínu höfði til að nauðga þjóðinni inní ESB
Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.11.2012 kl. 21:16
Hvernig var það Ómar, fyrst þú manst lengra aftur í tímann en ég, voru fréttamenn lygnir áróðursmenn, sem bjuggu til fréttir eftir því sem lundarfar þeirra krafðist?
Annars gæti skortur á hefluðu og slípuðu orðfæri fyrri ára verið skortur á illgjörnum stjórnmálamönnum. Við búum ekki við þann skort í dag. Þökk sé offramboði af vinstri kantinum.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 21:32
Þetta er nú bara túlkunaratriði. Hvort viljum við "Stjórn varanlegrar eymdar" eða "Stjórn sjálftöku, græðgi og spillingar" sem vinnur bara fyrir fámennan hagsmunahóp. Held satt best að segja að það sé lítill munur á kúk eða skít.
"Fyrrum" kjósandi (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 22:00
Athyglisverður punktur hjá Ómari. Sumum þykir fallegt það sem öðrum þykir ljótt.
"Ég minnist þess að eitt sinn áttum við tal saman um pólitíska og fjármálalega spillingu í landinu, sem mjög fór fyrir brjóstið á ungum umbótasinna, en Ragnar var einsog jafnan raunsær og lét sér fátt um finnast um vandlætingu ungmennisins. 'Skilurðu ekki, góði vinur', sagði hann með sínum sérkennilega og smitandi léttleika, 'að spilling er nauðsynleg fyrir frjóan jarðveg listanna. Það er hjá fjóshaugum sem bestu blómin gróa'. Með þeirri sláandi líkingu sló hann vopnin úr höndum fullhugans, þó ég léti að vísu ekki með öllu sannfærast um frjómátt spillingarinnar. En hver veit nema hann hafi haft lög
að mæla." (Þjóðviljinn 20. júlí 1984:8-9).
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 23:50
Páll, taktu nú leppinn frá hægra auganu! Flokkarnir til vinstri og hægri eru allir bakaðir úr sama deiginu, en bakaðir í mismunandi formum til að blekkja almenning. Allir sem einn ganga fyrst og fremst erinda yfirstéttarinna og alþjóða auðvaldsins. Þú veist mæta vel að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig frábærlega fyrir húsbændur sína. Þetta tuð í þér daginn út og daginn inn er gert í þeim eina tilgangi að koma þínum mönnum að í skítverkin fyrir húsbændurna og þá er aldrei að vita nema molar af borðum yfirstéttarinnar falli þér í skaut!
Þórhannes Axelsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 01:59
Ég er sama árgerð og Ómar,en man kanski lengra en hann (gisk),því ég komst ekki hjá að hlusta á eldhúsdagsumræður, stuttu eftir stríð.Einar Olgeirsson var eftirminnilegur,orðhvatur og mér fannst hann alltaf æfur af reiði. Það væri nú gaman að heyra þær og gera samanburð á ræðum allra frá þeim tima. Menn hljóta að meta framkomu stjórnvalda í dag, út frá óvenjulegri hegðan þeirra,því aldrei í lýðveldissögunni,hafa æðstu menn,beinlínis unnið gegn þjóðinni,sem henni ber að verja. Þjóðfélagið hefur breyst,opnari umræða og grófari,það er því ofureðliegt að skelli í tönnum,þegar þjóðinni er að opinberast hverslags svikarar og lygarar eru í sætum sem hún virti þó áður. Auk þess eru þeir þannig erlendis að mann langar að afmá þá af skjánum. En til allra hamingju eigum við forsetann sem ver heiður okkar,hvenær sem á okkur er ómaklega vegið.
Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2012 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.