Mánudagur, 12. nóvember 2012
53,7% þjóðarinnar vill afturkalla ESB-umsókn
Meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Ríflega helmingur aðspurðra, 53,7%, telur að afturkalla ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Rúmur þriðjungur, 36,4%, vilja halda umsókninni til streitu. Einn af hverjum tíu var hlutlaus.
Capacent Gallup kannaði afstöðu þjóðarinnar til ESB-umsóknar fyrir Heimssýn. Spurt var ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
Þjóðin hefur ekki áhuga á að ,,kíkja í pakkann" og sjá ,,hvað er í boði." ESB-umsókn Samfylkingar er haldið til streitu af ríkisvaldi sem sannanlega vinnur gegn margyfirlýstum vilja þjóðarinnar.
Fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega!!!
Geir (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 10:02
Frábært að heyra. Já þetta ætti að vera kjaftshögg fyrir aðlögunarsinna, en þeir virðast hafa múrað upp í eyrun og með leppa fyrir augum, því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 13:05
Þessar tilfæringar með eyrun og augun lýsa sér meðal annars þannig, að Ríkisútvarpið hefur ekki sagt frá þessari könnun.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 20:09
Nákvæmlega enda verð ég að segja að síðan 6 fréttirnar voru teknar undir spegilinn hefur þar verið grímulaus áróður fyrir ESBinnlimun með góðri aðstoð Sigrúnar Davíðsdóttur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 20:33
Sleppum bara öllum kosningum og látum Heimssýn Capacent Gallup um að raða á alþingi og setja þeim fyrir verkum. Enda er okkur svo annt um líðræðið að við getum ekki látið almenning kjósa um mál sem gætu mögulega farið öðruvísi en okkur þóknast.
sigkja (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.