Miðvikudagur, 7. nóvember 2012
Hreinsanir hjá VG - Ögmundur og Jón Bjarna næst
Klíkan í kringum Steingrím J. Sigfússon ætlar að gera VG að ESB-hjáleigu Samfylkingar. Skipulegar hreinsanir eru stundaðar á trúnaðarmönnum sem ekki fylgja línunni frá Steingrími J. og Árna Þór.
Ögmundi Jónassyni er ekki sætt lengur og Jón Bjarnason er svo gott sem kominn úr flokknum.
ESB-hjáleigan fær svona 5 til 7 prósent fylgi í þingkosningunum.
Andstæðingar ESB settir til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjáleigan segirðu.Ertu ekki að tala um "Hækjuna"
josef asmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 08:26
Steingrímur J. & Co. eru ekki aðeins hækjur Samfylkingarinnar í ESB-málum, heldur líka hækjur auðvaldsins í landinu, sbr. hversu bankaelítan er hjartfólgin Steingrími og hversu mikið hann fyrirlítur sótsvartan almúgann.
Pétur (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 09:01
Það styttist í kosningar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.11.2012 kl. 09:13
Það er líka augljóst að Snati Skallagríms ætlar að fremja pólitíkst harakírí með því að gelta að Katastroffu litlu heimasætu i Reykjavík, í réttunum í vor komandi. Örvæntingin er slík....
Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 11:38
Vinnubrögð VG eftir síðustu kosningar, er skýrt dæmi um hvernig lýðræðislegar kosningar eru hundsaðar og fótum troðnar. Spurningin er hvað bankarnir spila stórt hlutverk í þessum svikaverkum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2012 kl. 14:17
Borges var blindur, hann var vitur.
Ögmundur er með leppa bundna fyrir augun og telur sig þannig vitran.
Það er einhver meinloka hjá honum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 16:03
Allir sannir, frjálsir, sjálfstæðir, fullveldissinnaðir og sannir villikettir
sama hvaða flokk þeir hafa hingað til kosið
ættu að sjá hið augljósa, að Samstaða Lilju Mósedóttur, x C
er hið augljósa svar okkar okkar
gegn glórulausu aðlögunarferlinu að alríkisbákni ESB.
Vonandi fer fólk að glenna upp augun og sjá að svona einfalt er þetta.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 16:48
http://www.xc.is/c/5318
x C (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 18:38
Þeir sem tala mest um nauðsyn lýðræðis eru í eðli sínu á móti lýðræði, á sama hátt og allar verslanir sem fagna samkeppni. Þessir aðdáendur lýðræðis hjá VG eru bara í leit að vinnu. Menn flytja sig milli hreppa eins og ekkert sé. Hreppaflutningar hafa sem sagt ekki verið aflagðir. Sjáið bara Björn Val. Hann á ekki séns fyrir norðan, þökk sé frammistöðunni, og fer fram gegn ráðherrum í Reykjavík. Þar á hann enn minni séns, en til að halda andlitinu í baráttunni í vetur (til að vera marktækur í umræðunni fram á vor, t.d. að eiga enn séns að komast í Sunnudagssilfrið) verður hann að gera eitthvað í málinu.
Helgi (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 00:34
Ísland er bara einn lítill hreppur á þessari jarðarkringlu.
Þróunin er svo ör í heiminum, og fólk þarf að sleppa takinu á sérhagsmuna-pólitík, og snúa sér að samfélags-velferðarpólitík.
Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við. Það er gamall og nýr sannleikur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.11.2012 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.