Miðvikudagur, 31. október 2012
Bjarni fellur í gryfju Geirs H. Haarde
Formaður Sjálfstæðisflokksins biður um meiri reisn á vettvangi stjórnmálanna og biðlar um leið til Samfylkingar um sættir. Þar fellur Bjarni Benediktsson í sömu gryfju og Geir H. Haarde þegar hann myndaði stjórn með Samfylkingu 2007 - hrunstjórnina.
Samfylkingin er byggð á grunni átakastjórnmála þar sem tvinnast saman deilur vinstrimanna um áratugi (kratar og kommar) annars vegar og hins vegar sérstök tegund öfbeldisstjórnmála sem tíðkaðist í Alþýðubandalaginu. Kjarni þess pólitíska uppeldis sem samfylkingarfólk býr að er eftirfarandi: flokksmenn líta á storkur meðhárs sem veikleika en skilja giska vel löðrunga.
Geir H. Haarde er vingjarnlegur heiðursmaður sem Samfylkingin valtaði yfir og fékk hann meira að segja til að boða sérstakan landsfund um kverúlantablæti Samfylkingar - Evrópusambandið.
Bjarni verður að fatta umgengisvenjur samfylkingarliðsins. Þeir skilja aðeins orðræðu sem byggir á valdi. Málamiðlun er uppgjöf eins og glöggt mátti sjá á meðferðinni sem VG fékk hjá Jóhönnu og Össuri við síðustu stjórnarmyndun.
Sennilega er Hanna Birna næmari á pólitíska lund samfylkingarfólks en sitjandi formaður.
Málflutningur Jóhönnu ekki breyst í áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver fattar Sjálfstæðisflokkinn? Ragnar Önundarson bendir á áhugaverðan punkt varðandi þetta flokksræksni:
"Í reglum flokksins um prófkjör er þátttakendum bannað að reka áróður undir merkjum flokksins. Grein varaformanns er samt hiklaust birt á x-d.is"
Telur flokkurinn nauðsynlegt að beygja og brjóta eigin reglur fyrir formanninn? Hvaða augum lítur flokkurinn þá aðrar reglur? Telur flokkurinn eðlilega samkeppni glæpsamlega? Maður spyr sig.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 08:31
Þetta er ágætis tilraun til að skilgreina Samfylkinguna, verðugt verkefni en ekki einfalt og kanski að Hanna Birna sé einhvers konar öfugformerkjaútgáfa af henni ;-) En varðandi Geir Haarde þá minnir hann ótrúlega á samlanda sinn fyrsta Bond leikarann sem vel að merkja vissi ekkert hvernig hann átti að leka hlutverkið. http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Illuga_utlondum/var-connery-hinn-fyrsti-bond-onei-thad-var-robert-hakon-nielsen
Ætli þeir séu skyldir?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 08:55
Hanna Birna þarf að leiða okkur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.10.2012 kl. 11:05
Þakka þér fyrir Páll, það er full þörf á að vekja athygli á þessu. Bjarni er alltaf tilbúin þegar Jóhanna kallar. Jafn vel þó að það kall sé bara til að búa til ábreiðu yfir hennar eigin aumingjaskap.
Svo er hann hamingju samur með skitin 30% þegar þau ættu að vera nær 50 miðað við aðstæður.
Rétt Heimir L.F. Hanna Birna kann að tala og hefur sýnt að hún getur fengið fólk til að vinna saman.
Hrólfur Þ Hraundal, 31.10.2012 kl. 12:06
það er löngu tímabært að Bjarni Ben átti sig á að hann er ekki maðurinn sem sem hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins vill hafa í forystu fyrir hann.
Vilhjálmur Stefánsson, 31.10.2012 kl. 16:44
Fyrrverandi borgarfulltrúar/stjórar hafa fengið sína eldskírn í borgarmálunum. Hanna Birna er ein af þeim.
Hinir eru sjentilmenn sem ættu frekar heima í "diplómatíunni" en pólitík. Svo sem Geir Haarde og Bjarni Ben.
XD gerði mistök í síðasta formannskjöri.
Kolbrún Hilmars, 31.10.2012 kl. 20:10
Heimir, finnst þér kosningarbarátta Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum hafa verið farsæl?
Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.