Yfirbygging samfélagsins er í kreppu, annað er í lagi

Það er kreppa í stjórnmálum og það er kreppa í yfirbyggingu atvinnulífsins, Samtökum atvinnulífsins og ASÍ. En það er ekki kreppa í atvinnulífinu sjálfu og ekki heldur hjá almenningi.

Yfirbygging samfélagsins brást í hruninu og þar hefur ekki verið gert upp. Án uppgjörs verður enginn trúnaður. Samtök atvinnulífsins eru rekin af fólkinu sem Jón Ásgeir og Hannes Smára og hinir auðmennirnir leiddu til valda. Á þingi eru hrunverjar. ASÍ er lamað af ESB-veirunni og getur ekki fært í orð aðra efnahagslega framtíð en þá sem byggir á evru.

Á meðan tikka fyrirtækin, allir sem nenna að vinna fá starf og fólk kaupir sér íbúðir. Lífið heldur sinn vanagang og kreppan í yfirbyggingunni truflar fjarska lítið. Sem sýnir hvað ruslahrúgurnar á háum stöðum gera lítið gagn. 


mbl.is Atvinnulausum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta skelfilega fólk gæti bara látið okkur í friði!

Karl (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband