Laugardagur, 27. október 2012
Viljum ekki endurreisa 2007-atvinnulíf
Glæpamenn með forstjóratitla gáfu tóninn í atvinnulífinu í útrásinni. Græðgi var gerð að dyggð og glæpaforstjórarnir féflettu samfélagið - iðulega með dyggum stuðningi lífeyrissjóða.
Upphaf glæpaöldu útrásarinnar má rekja til þess að forstjórarnir töldu sig vera hafna yfir aðra og áttu ekki aðeins fá gott kaup heldur kaupréttarsamninga sem oft tryggðu þeim margföld árslaun á einu bretti.
Kaupréttarsamningar eiga að heyra sögunn til þar sem fjármunir lífeyrissjóða koma við sögu. Forstjórar sem ekki nenna að vinna fyrir kaupinu sínu eiga vitanlega að snúa sér að eigin rekstri en leggjast ekki eins og blóðsugur á hlutafélög þar sem almannafé er hryggstykkið.
Vilja að FME rannsaki útboð Eimskips | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skulum ekki alltaf skammast út í hann Pál okkar, enda gestir á hans síðu og gestir eiga að kunna mannasiði, ég sem og aðrir.
Þetta er góður pistill hjá Páli. Nú er græðgin ekkert séreinkenni innbyggjara, alls ekki, græðgina er víða að finna. Það sem ýtir hinsvegar undur hana á klakanum er þessi "samanþjöppun" þeirra sem fleiri seðla eiga en fólk flest á smá skika á suðvsturhorni landsins. Hún veldur oft mikilli samkeppni í silly materialisma; stærsta húsið, stærsti bíllinn, stærsti sumarbústaðurinn, stærsta kartaflan. En á þýsku segjun við; “Der dümmste Bauer hat die dicksten Kartoffeln”.
Eiginkonur eiga oft leiðinlegan þátt í svona hálfvita samkeppni.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 10:59
Mikið óskaplega var þetta skemmtileg athugasemd hjá þér Haukur. Hafðu þökk fyrir hana.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 11:13
Sæll.
Hvað er svona hræðilega slæmt við þetta? Af hverju þarf að blása þetta svona út? Ef verkalýðsforkólfum líkar ekki launastefna fyrirtækis eiga þeir ekki að hlaupa í fjölmiðla og gráta á öxlinni á blaðamönnum og reyna um leið að slá sig til riddara. Ef eigendur Eimskips telja það hagstætt fyrir sitt fyrirtæki að greiða svona há laun er það þeirra mál.
Er einhver stjórnandi hundruða milljóna virði? Fékk ekki Lárus Welding 300 milljónir fyrir það eitt að samþykkja að verða bankastjóri Glitnis? Vann hann fyrir sínum launum?
Fáir virðast átta sig á því að með háum greiðslum til stjórnenda eru fyrirtæki auðvitað að skerða samkeppnishæfi sitt með kostnaði. Yfirleitt sér markaðurinn um að refsa slíkum stjórnendum og eigendum, eitthvað ríkisbatterí (sem gaf gjaldþrota bönkum heilbrigðisvottorð 6 vikum fyrir gjaldþrot) á ekki að koma nálægt þessu máli.
Ef þeir sem eiga pening kjósa að fara illa með hann kemur það engum við nema þeim sem hann eiga. Lífeyrissjóðirnir eiga bara að taka hlutlæga ákvörðun og vega og meta hvort sín fjárfesting muni skila arði fyrir sína sjóðsfélaga. Vandinn við lífeyrissjóðina er sá að þeir sem þar stjórna eru ekki að sýsla með eigið fé.
Að byggja stjórnmálastefnu, fjárfestingarstefnu eða efnahagsstefnu á öfund er ekki góð latína!! Það finnum við hérlendis á eigin skinni.
Helgi (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.