Sunnudagur, 21. október 2012
Framsóknar vinstri grænir og Samfylkingar vinstri grænir
Í afmælisveislu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins í gær sté formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í pontu og flutti tölu til heiðurs afmælisbarninu.
Ásmundur Einar kom yfir til Framsóknarflokksins þegar hann gafst upp á Vinstri grænum. Sigmundur Davíð sagði framsóknarmenn skipta Vinstri grænum í tvo aðskilda hópa; Framsóknar vinstri græna og Samfylkingar vinstri græna. Sigmundur Davíð bauð þá fyrrnefndu velkominn til móðurflokksins.
Á eftir formanni Framsóknarflokksins talaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hann færði afmælsbarninu gjafir frá þeim hópi þingmanna Vinstri grænna sem falla að skilgreiningu Sigmundar Davíðs; Jóni Bjarnasyni og Guðfríði Lilju. Hópurinn ásamt Lilju Móses og Atla Gísla fékk villikattanafngiftina frá forsætisráðherra og fékk Ásmundur Einar félagsskjal í klúbbnum í afmælisgjöf.
Samfylkingar vinstri grænir voru ekki í afmælisfagnaðinum.
Viðstaddir í Dalabúð töldu ekki margir að Vinstri grænir byðu fram sem einn flokkur við næstu þingkosningar.
Athugasemdir
Næstu kosningar verða afgerandi enda þær einu sem eftir eru til að verjast þjóðríkja sambandinu,þannig viljum við kjósa um eitthvað hreint,en ekki ehv.sem buróið er búið að grufla í.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2012 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.