Niðurbrot lýðveldisins og nýja andspyrnan

Niðurrifsöflin í samfélaginu eru með meirihluta á alþingi og náðu í krafti þess meirihluta að setja atlöguna að stjórnarskránni í búning skoðanakönnunar sem kölluð er þjóðaratkvæðagreiðsla. Í krafti niðurstöðu könnunarinnar eru stóryrtar yfirlýsingar um að ,,Nýja Ísland" hafi talað.

Niðurrifsöflin eru í sífelldri leit að tilefnum til að grafa undan stofnunum samfélagsins, s.s. stjórnarskránni, forsetaembættinu og þjóðkirkjunni.

Niðurrifsöflin stunda skæruherna: þau þorðu ekki að spyrja stóru spurningarinnar um fullveldið.

Með því að setja í skoðanakönnun atriði eins og þjóðareign á náttúruauðlindum, sem breið samstaða er um meðal þjóðarinnar, freista niðurrifsöflin þess að ljúga til sín lögmæti. 

Þrátt fyrir þá ánægjulegu niðurstöðu að þjóðkirkjan fékk meirihlutastuðning í skoðanakönnuninni er þessi málatilbúnaður allur þess legur að til skamms tíma styrkjast niðurrifsöflin.

Andspyrnan við niðurrifsöflunum þarf að vera skýrari og afdráttarlausari.


mbl.is Fjármálaráðherra: Niðurstaðan afgerandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson, ekkert kemur á óvart frá þér enn einu sinni !

Það er hjákátlegt í minnsta lagi hvernig þú skrifar um venjulegan íslending . Skrifandi um niðurrifsöfl ? Þú virðist vera meðlimur í þessum niðurrifsöflum !

JR (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 12:10

2 identicon

Ég er alveg sammála þér Páll.

Það er sorglegt hversu auðvelt er að plata Íslendinga :(

Geir (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 12:15

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, nú fékk Jóhanna og Brussel prik í vegferð þeirra að afsali fullveldis til ESB, án þess að spurt væri um það, eins og þú bendir réttilega á. Niðurstaðan kemur þannig út að við sem merktum aðeins við NEI gegn Stjórnlagaráðs- tillögunum og létum hitt vera til þess að losna við þetta klúður, lendum í því að nú lítur svo út sem allir hafi verið sammála um þjóðnýtinguna og allt annað Stjórnlagaráðs- brallið sem spurt var um.

Ívar Pálsson, 21.10.2012 kl. 13:38

4 identicon

páll þú ert úti á túni eins og venjulega. tæplega helmingur þjóðarinnar fór á kjörstað og mikill meirihluti þeirra samþykkti tillögurnar sem þú og þínir líkar hafa hamast gegn undanfarna mánuði. hinn helmingur þjóðarinnar fannst greinilega að málflutningur þinn og þinna líka væri ekki þess virði að fara á kjörstað fyrir.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 14:05

5 identicon

Hvað hefur komið fyrir Pál Vilhjálmsson? Hann er ekki sá sem hann var. Hlýtur að skrifa gegn betri vitund, en af hverju? Til að eiga fyrir salti í grautinn?

Hann er að verða meiri hægri öfgamaður en foglinn Guðmundur Jónas Kristjánsson, sem verður líklega í framboði fyrir Hægri grænu fasistana.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 14:33

6 Smámynd: Elle_

Friðrik, er þú ekki úti á túni?  Og Haukur, öfgamennirnir eru í stjórnarflokkunum.  Sammála pistlinum, Geir, og Ívari.  Jóhanna og co. eru lúmsk niðurrifsöfl sem munu væntanlega hverfa eftir 187 daga, and counting.  Í apríl næstkomandi.  Og verður vonandi haldið úti.

Elle_, 21.10.2012 kl. 15:59

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Afskaplega sorgleg færsla.

Síðuhafi er á pari við Jón Val á þráhyggju skalanum.

hilmar jónsson, 21.10.2012 kl. 19:37

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að þétta er svona "skýrt"..... af hverju telur stjórnin að fyrstu umræðu verði fyrst lokið um jól?

Óskar Guðmundsson, 22.10.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband