Heilög vé ei meir

Sitjandi formađur Sjálfstćđisflokksins fékk mótframbođ gegn sér á síđasta landsfundi. Bjarni Benediktsson formađur fćr núna samkeppni um fyrsta sćtiđ í Suđvesturkjördćmi. Öđrum ţrćđi sýna mótframbođin lýđrćđislega virkni í stćrsta stjórnmálaflokki landsins, mínus kjörtímabiliđ 2009-2013.

En hinum ţrćđinum er samkeppnin um stöđu formannsins í flokknum og kjördćminu vitnisburđur um hve veikt Bjarni formađur stendur. Ef allt vćri međ felldu myndu sjálfsstćđismenn á kosningavetri fylkja sér um formanninn.

Enn er ekki útséđ međ hvernig Bjarna reiđir af en vísbendingarnar eru ekki góđar. Bjarni er ekki stjórnmálamađur sannfćringarinnar og hćttir til vingulsháttar, samanber stuđninginn viđ síđustu Icesave-útgáfu Jóhönnustjórnarinnar, og jafnvel alvarlegs dómgreindarskorts eins og greinin bar međ sér sem hann skrifađi međ Illuga Gunnarssyni í desember 2008 um ađ kannski vćri sniđugt ađ taka upp ESB-stefnu Samfylkingar. 

Bjarni Benediktsson fékk endurnýjađ umbođ frá síđasta landsfundi Sjálfstćđisflokksins og hann mun leiđa flokkinn til nćstu kosninga - ađ ţví gefnu ađ Hanna Birna rúlli ekki upp Illuga fóstbróđurs Bjarna í Reykjavík og Ragnar Önundarson geri formanninum skráveifum í Suđvesturkjördćmi. 

Nái Hanna Birna pólitísku rothöggi á Illuga og hljóti Bjarni slaka útkomu í sínu kjördćmi er eins víst ađ krafan um formannsskipti í flokknum fyrir kosningar verđi hávćr.


mbl.is Sćkist eftir fyrsta sćti í Kraganum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg vćri ţađ frábćrt ef Ragnar Önundarson fengi gott fylgi.

Finst svo sem Illugi oft segja góđa hluti, en Hanna vćri alveg örugglega miklu betri kostur.

Ţađ ţarf ađ lofta út í ţessum félagsskap.

jonasgeir (IP-tala skráđ) 20.10.2012 kl. 09:12

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Hvernig sem allt fer verđur forystan ađ tala skýrt og taka ţá einörđu afstöđu sem krafist er af henni í helstu málum. Ákvarđanafćlni er agalegur dragbítur á framfarir, ţađ hafa síđust ár sýnt okkur skýrt.

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 15:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband