Miðvikudagur, 17. október 2012
ASÍ brást í ESB-umræðunni
ASÍ brást launþegum og þjóðinni almennt í ESB-umræðunni. Sem heildarsamtök launafólks átti Alþýðusambandið að standa fyrir vandaðri umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og kanna hug félagsmanna sinna til aðildar.
ASÍ stóð ekki fyrir umræðu heldur setti forystan fram áróðurspunkta fyrir afstöðu sem var fyrirfram gefin. Flokksforystan hafði sótt fundi í Brussel og fannst það hið besta mál að verða aðili að ESB-kerfinu.
Jafnvel þegar verkalýðshreyfingin í Evrópu gagnrýndi harðlega niðurskurðarstefnu ráðandi afla í ESB þagði ASÍ þunnu hljóði og lét sem allt væri í besta lagi í álfunni. Forysta ASÍ sýnir enn ekki neina tilburði til að endurskoða fyrri afstöðu þótt það liggi fyrir að almennir launþegar á Íslandi eru harðir í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og jaðarríki sambandsins standi frammi fyrir efnahagslegu hruni vegna evrunnar.
Vill tóna niður ESB-umræðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.