Össur og tilbúna eftirspurnin

Pólitísk verkfræði er sérgrein Össurar Skarphéðinssonar utanríkis. Markmið hönnunaráráttu Össurar er frá öndverðu aðeins eitt; að halda lífi í pólitískum frama Össurar sjálfs. Það hlýtur því að vera honum veruleg vonbrigði að komast ekki á blað sem leiðtogi Samfylkingar.

Össur hrærir í pólitískum pottum og teflir sjálfum sér fram í nafnlausum pistlum á Eyjunni/Pressunni í boði Binga auðmannavini. Björn Bjarnason heldur til haga nokkrum montmolum frá Össuri og þessi er hvað fyndnastur.

 Auk þessa hefur Össur Skarphéðinsson frá unga aldri verið í hópi þeirra leiðtoga í hreyfingu jafnaðarmanna sem af hvað mýkstu hjarta og mestri djörfung hefur haldið á lofti grunngildum sígildrar jafnaðarstefnu.

Að einhver skrifi svona um sjálfan sig er óborganlegt. Samt gerist ekkert; enginn nefnir síkáta utanríkisráðherrann í sömu andrá og formann Samfylkingar. 

Eftirspurnin eftir Össuri mælist ekki, ekki einu sinni tilbúna eftirspurnin. Er þeim síkáta farið að förlast að koma sér á framfæri?


mbl.is Flestir treysta Árna Páli til að verða formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða stuðningsmenn Össurar tefla honum fram?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 08:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha þetta er óborganlega fyndið verð ég að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband