ESB-umsóknin er Reykjavík 101-verkefni

Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu er hlutfallslega mestur í Reykjavík, þótt jafnvel þar séu aðildarsinnar í minnihluta. Samkvæmt könnun Gallup fyrir Heimssýn eru 41 prósent kjósenda í Reykjavík hlynnt ESB-aðild en 46 prósent á móti aðild.

Landsbyggðin er grjóthörð á móti aðild, 72 kjósenda er á móti. Strax í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fellur stuðningur við aðild, þar mælist fylgið 28 prósent en 56 prósent kjósenda eru andvíg.

ESB-umsóknin elur á úlfúð á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Enda er staðreynd málsins að hagsmunum dreifbýlis, sjávarútvegi og landbúnaði, er fórnað fyrir þrönga hagsmuni 101-fólksins sem vill auka atvinnutækifæri sín í Brussel.


mbl.is Meirihluti á móti í meira en þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Sem íbúi í 101 Reykjavík ætla ég að biðja þig að hætta að vera alltaf að klína þessum ófögnuði upp á mig. Vil ekkert með hann hafa, hvað þá kannast viða að styðja þennan fjanda.

kallpungur, 16.10.2012 kl. 07:40

2 identicon

Það kemur svo sem ekki á óvart að það eru "kratarnir" sem eru æstastir í þetta.  Fólk sem því miður virðist oft hafa rörsýn á sitt eigið samfélag og halda að allt sé hægt að reikna upp í formúlur og launataxta. Reglufesta og skipulag eru aðdáunarverðir eiginleikar þar sem þeir eiga við,kratarnir meiga eiga það. Þessi ásókn í ESB minnir þó mest á eitthvert ráðaleysis fálm þar sem forðast er eins og heitan eldinn að horfast í augu við hin raunverulegu vandamál.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála commenti frá 7:40 þó ég búi ekki í 101.  En RVK er ekki bara 101.  Vildi að það kæmi skýrar fram að meginþorrinn í RVK vill ekkert með fjandann hafa.  Vil líka ekki finna andúð landsbyggðarmanna sem ég styð.

Elle_, 16.10.2012 kl. 10:39

4 Smámynd: Elle_

En samt sammála Páli að það er verið að ala á úlfúð milli RVK og landsbyggðar en það versnar ef það hljómar eins og öll 101 RVK vilji þetta.  Og svo er rörsýnin sem Bjarni Gunnlaugur talar um algjör.

Elle_, 16.10.2012 kl. 11:01

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhanna er iðin við að ala á úlfúð og sundrungu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2012 kl. 12:41

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ákveðin stjórnunartækni fólgin í því að ala á úlfúð og sundrungu.

Á meðan lýðurinn þrasar sín á milli er lítil hætta á því að hann sameinist um að gagnrýna yfirvaldið.

Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 13:21

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt, Kolbrún.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2012 kl. 13:50

8 identicon

MJÖG rétt hjá KOLBRÚNU.

Þessari aðferð hefur norræna velferðarstjórnin beitt með góðum árangri.

Við teljum niður dagana þar til við losnum við þennan skríl.  

Rósa (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 15:42

9 identicon

Auðvitað er einn og einn skynsamur sauður inn á milli eins og Mr. kallpungur -sem betur fer, en það er alveg staðreynd að hópsálarmórallin, grúppíumenningin og kavíarkratabullið á heima í póstnúmeri 101.

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:10

10 identicon

Stjórnsýslan er í póstnúmeri 101. Þess vegna er talað um að þar sé mikill stuðningur við ESB aðild, og yfir höfuð hvers konar bandorma við kerfið sem gætu þanið út báknið.

Þessi könnun er hreint stórmerkileg, ekki síst fyrir þær sakir að ESB var að auglýsa lausa til umsóknar gríðarlega háa styrki, sem er líklega ætlað að kaupa fylgi við aðildina. Þá hefur sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa verið á faraldsfæti undanfarið og breitt út fagnaðarerindið. Sendiherrar þeirra landa sem hér hafa aðstöðu og eru meðlimir í ESB hafa líka farið langt út fyrir valdsvið sitt og skrifað miklar lofræður um ESB. Ekki má gleyma einum helsta bakhjarli hinnar tæru vinstristjórnar, ASÍ. Þar á bæ er lítið annað gert en að álykta og funda um upptöku evrunnar og hvetja til ESB aðildar, þrátt fyrir að þorri félaga sé á móti aðild. Ekki má heldur gleyma hvernig ráðherrar ríkisstjórnarinnar haga sér, hvernig fréttastofa RUV og fleiri miðla tala eins og um sé að ræða kommisara ESB á Íslandi.

Það er þess vegna með ólíkindum að andstaðan við ESB skuli aukist jafnt og þétt. kannski eigum við eftir að lifa þann dag að bæði Árni Þór Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon verði harðir andstæðingar ESB aðildar?

joi (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband