Mánudagur, 15. október 2012
62% ESB-andstaða meðal kjósenda VG
Þeir fáu kjósendur sem enn styðja Vinstrihreyfinguna grænt framboð, 12% samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, eru í afgerandi meirihluta ESB-andstæðingar. Í nýrri könnun Heimssýnar eru 62 prósent kjósenda VG andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fyrir utan það að fæla kjósendur frá VG, sem fékk yfir 20% fylgi við síðustu kosningar, hefur Steingrími J. og forystunni tekist að hræra svo í fylginu að það sem einu sinni var harðkjarnafólk sem vissi upp á hár hver afstaða sín var til allra stærri þjóðfélagsmál þá er veikluleg afstaða mæld hjá kjósendum VG. Á bloggi Heimssýnar segir
Kjósendur VG, sem almennt hafa orð á sér að vera afgerandi i afstöðu til pólitískra álitamála eru á hinn bóginn tvístígandi í andstöðu sinni. Af þeim 62% sem segjast andvígir eru 16% alfarið, 21% mjög og 25 frekar andvíg aðild. Óskýr skilaboð frá flokksforystunni gerir almenna kjósendur VG ráðvillta.
Skýr og ótvíræð andstaða Framsóknarflokksins við ESB-aðild mun án efa hjálpa kjósendum VG að fylgja sannfæringu sinni við næstu kosningar.
Afstaða Íslands langt komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og..ætla þessir Vg menn að veita Steingrími Joð brautargengi til að koma okkur inn í ESB?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.