Gunnlaugur skýlir sér á bakvið soninn

Gunnlaugur M. Sigmundsson notar hvert tækifæri til að gera lítið úr sjálfum sér í málaferlunum gegn Teiti bloggara.

Frá upphafi voru málaferlin vanhugsuð af Gunnlaugi enda hafði Teitur gert lítið annað en taka sama efni sem lá fyrir um upphaf auðssöfnunar Gunnlaugs. Þar galt Gunnlaugur þess ekki að vera framsóknarmaður.

Héraðsdómur vísaði frá og Hæstiréttur staðfesti og nú kemur Gunnlaugur með þá vörn að hann eigi ekki að gjalda þess að vera faðir sonar síns.

Málsvörn Gunnlaugs var vond og hún versnar.


mbl.is „Slíkt ástand á ekki að líða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki kynnt mér þetta mál hans,en vissulega á ekki að nota þennan miðil fyrir ærumeiðingar.Mér finnst synd hvað fólk er oft ómálefnalegt, með skítkast og ljótt og meiðandi orðbragð í þessum bloggfærslum þar sem þetta er annars mjög góður vettfangur fyrir skoðanaskipti.En hvort það á við í þessu tilviki veit ég ekki.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 14:17

2 identicon

Sæll Páll; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Josef Asmundsson !

Hvar; hefir þú verið, ágæti drengur ?

Gunnlaugur Sigmundsson; hefir hingað til, getað niðurnítt sjálfan sig, hjálparlaust.

Ertu kannski; í öðru Sólkerfi - Josef minn ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Páll Vilhjálmsson vill hafa fullt fresli við að skrifa níð um fólk á netinu án þess að þurfa að svara fyrir það fyrir dómstólum.Vörn hans fyrir slíku er verri en engin.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2012 kl. 15:00

4 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Sigurgeir Jónsson !

Oftlega; erum við sammála - en ekki, þarna.

Sé ekki; að Páll síðuhafi, fari með nokkur skrök, í þessu máli, ágæti drengur.

Aldrei of oft; stungið á spillingar- og óþverra kýlunum hérlendu, Sigurgeir minn.

Með; þeim sömu kveðjum - sem þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 15:05

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er oft mjög á móti því sem Páll skrifar. Engu að síður er ég algerlega sammála honum þarna. Ef ekki má rifja upp gömul mál vegna þess að einhverjum þyki það vont eða óþægilegt er orðið þröngt fyrir durum.

Sæmundur Bjarnason, 14.10.2012 kl. 15:10

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er ekki þjó(f)ðfélagið fyrst komið í óefni þegar gjörspillt sjálftökufólk sem sumir mundu kalla þjófa, fær að vaða uppi?

Guðmundur Pétursson, 14.10.2012 kl. 15:38

7 identicon

Það er langt síðan að Framsóknarflokkurinn hætti að vera stjórnmálaflokkur. Þeir urðu að vinnumiðlun fyrir sína menn og verkfæri til brasks og þjófnaðar. Til að hafa erindi sem erfiði kusu þeir að verða hækja Íhaldsins, ákvörðun sem reyndist vel í alla staði.

Nokkrum flokkskólfum tókst að afla sér gífurlegra auðæfa, án þess að hafa með eigin vinnu skapað einhver verðmæti. Þetta veit þjóðin.

Einn af þessum gaurum var Gunnlaugur M. Sigmundsson og hans filius heit Sigmundur Davíð. Erfitt er hinsvegar að fjalla um pólitískan frama sonarins án þess að Kögunarsjóðirnir komi til tals, sem komu að góðum notum þegar kaupa þurfti formannsstól undir feitan rass sonarins.

Án þeirra peninga væri Sigmundur ekki formaður hækjunnar, sem í dag er í desperate leit að kjördæmi sem gæti skolað honum inn á þing næsta vor.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 16:31

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jósep Ásmundsson,hvar höfum við verið? Ég játa að hér á blogginu hef ég aðeins og í fyrsta sinni fengið óljósa lýsingu á meintri auðsöfnun Gunnlaugs. Hef þó fengið pillur frá Óskari Helga,þegar ég hef mært Sigmund Davíð,sem ég hef á þeim 4 árum frá hruni dáðst að fyrir staðfestu í mótmælunum gegn Icesave.Þeir eru óumdeilanlega tengdir þeir feðgar,en hafa þeir ekki goldið fyrir það í þessu máli,? Það er vont en venst aldrei.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 16:37

9 identicon

Varla er hann svo desperat ef hann á svo mikið fé Haukur.

Annars kannt þú ekki að skrifa desperat, en það kemur ekki á óvart.  Samfylkingin hefur lært mikið af gamla framsóknarflokknum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 16:59

10 identicon

Teitur má ekki í skjóli barna Gunnlaugs ausið úr saurskjóðum sálar sinnar að vild. Gunnlaugur á að sjálfsögðu að bregðast við.

þór (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 18:01

11 identicon

Óskar minn ,þú spyrð hvar ég hef verið.Ég hef verið búsettur í noregi síðast liðin þrjú ár svo ég hef nú ekki fylgst mjög náið með fréttum nema í gegnum mbl.is og svo að sjálfsðgðu á blogginu.Veit ekki hvað þér gengur til með þessum upphrópunum til mín,var ekki að verja einn eða neinn,var aðeins að benda á atriði sem fara mætti betur á blogginu.En ég átta mig hins vegar ekki á hvaðan þú ert ættaður öðlings drengurinn minn því ég held að þeir tali ekki svona mállýsku undir Eyjafjöllunum og nágrenni.Ertu nokkuð úr Álfheimunum.

josef Asmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 20:06

12 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Josef Asmundsson !

Verandi; í skjóli Norsku nirflanna - sem hræsnaranna (þeir eru; meðal dyggustu leppa Bandarísku Heimsvaldasinnanna, í Norður- Evrópu, þar á meðal, í drápum á konum og börnum, austur í Írak og Mið- Asíu), ættir þú nú vart að þurfa að kvarta, undan því - sem á okkur dynur, sem hér heima búum ennþá, þó svo; huglægt, sé ég kominn austur til Mongólíu / eða þá, suður til Argentínu, ágæti drengur.

Þér ferst lítt; sem öðrum, að senda okkur tóninn, sem enn þrjóskumst við, að búa á því Skratta skeri, sem Ísland er að orðið, Josef minn.

Nei; og að endingu - ég er ekki úr Álfheimunum sprottinn, Vestlendingur að 1/2 - og Sunnlendingur, að hinum parti, ágæti drengur.

Megi þér; og þínu fólki vel farnast, með Austmönnum (Norðmönnum) Josef minn.

Ekkert lakari kveðjur; - öðrum fyrri, svo sem /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 21:25

13 identicon

Fyrirgefðu elsku grjónapungurinn minn.Það var ekki ætlunin að staðsetja þig á röngum stað í veröldinni .En ég er nú samt sem áður á því, miðað við hvaða málfar þú hefur og þinni fornaldarlegri sýn á öðrum þjóðum ,að tilvera þín í þessum heimi sé byggð á einhverjum misskilningi.En megi þér og þínu fólki farnast vel í táradalnum.

josef Asmundsson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 07:18

14 identicon

En á alvarlegu nótunum.Ég áskil mér allan rétt til að hafa skoðanir á mönnum og málefnum á íslandi þó ég búi þar ekki lengur.Hef þá skoðun að allir hafi rétt til að tjá sig en níð og ærumeiðingar eiga ekki að líðast.Ef menn hafa farið rangt að ,brotið lög eða misstigið sig á lífsleiðinni á að útkljá það fyrir dómsstólum.Til þess höfum við þá.Í þessu tiltekna máli er um að ræða föður og son,og við skulum ekki gleyma því, sennilega líka börn sem þurfa að ganga í skóla og hlusta á kjaftasögurnar sem önnur börn bera frá foreldrum sínum.

josef Asmundsson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 07:40

15 identicon

Komið þið sæl; enn sem fyrr !

Josef Asmundsson !

Auðvitað; er þér frjálst, að slá á létta strengi - sem öðrum, skárra; væri það nú.

Fornyrða tungutak mitt; er sprottið frá gömlu uppeldisstöðvum mínum, heima á Stokkseyri forðum - svo; einnig komi fram. 

En; vita skaltu Josef minn - að ALLT það lið, sem hefir verið í bralli og braski , með Halldóri Ásgrímssyni, og hyski hans, er samsekt honum, í öllum þeim skemmdarverkum, sem hann hefir unnið hér á Íslandi, ásamt þeim Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni. - Og nú síðast; Jóhönnu og Steingrími, hann situr jú, í þeirra skjóli, suður í Kaupmanna höfn, sem kunnugt er.

Minni þig bara; á tímabilið 1991 - 2007/2009 - ?, þó ekki sé aftar farið, ágæti drengur.

Þessu; getur þú með öngvu móti mótmælt þó kysir, Josef minn !

Sízt lakari kveðjur; öðrum fyrri, svo sem /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 12:33

16 identicon

Óskar minn.Viltu nú ekki skoða fyrstu færsluna mína aftur.Ég er alls ekkert að tala um pólitík og verja einn eða neitt,hvorki framsóknarfólk,sjálfstæðismenn,VG eða samfylkingu.Í rauninni hef ég alls engan áhuga á flokkspólitík.Ég er að tala um ærumeiðingar,rógburð og kjaftasögur.Ég skil ekki hvernig þetta getur farið framhjá þér.Svo ég kys engu að mótmæla.

josef Asmundsson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 17:26

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Páll, hefur þú eitthvað fyrir þér í því að Gunnlaugur hafi verið í Framsóknarflokknum, þegar Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, ákvað að setja Kögun á sölu og síðan seldi fyrirtækið?  Ég held nefnilega að þú, eins og svo margir aðrir, kjósir að líta framhjá þeirri óþægilegu staðreynd, að Gunnlaugur komst ekki á þing fyrr en tæpum þremur árum eftir að Alþýðuflokksráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, seldi Kögun á 60% hærra verði en hann óskaði eftir!  Þegar málið er sett í þetta samhengi, þá hverfur nefnilega pólitíski glæpurinn.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2012 kl. 19:39

18 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Josef Asmundsson !

Ég bið þig forláts; hafi ég misskilið upphaflega - sem viðvarandi meiningu þína, ágæti drengur.

En; æruLEYSINGJAR, meðfæddir - eða áunnir, sem Gunnlaugur Sigmunds son, og þetta vinahyski hans, fyrr og síðar, verðskuldar ekkert annað, en hin verstu köpuryrði - sem íslenzka / tyrkneska; eða aðrar tungur hafa í fórum sínum, þeim; til handa, Josef minn.

Ekkert síðri kveðjur; hinum síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 20:32

19 identicon

Gunnlaugur M. Sigmundsson gekk ungur í Framsóknarflokkinn. Hann var t.d. kjörinn í stjórn FUF, Félags ungra framsóknarmanna, í Reykjavík árið 1970 og 1988 situr hann í efnahagsnefnd flokksins. Svo um uppeldið þarf ekki að deila.

sjonorama@gmail.com (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband