Fjármagn, launafólk og skattar

Eitt einkenni 2007-hugarfarsins var að arður af fjármagni var settur skör hærra en launatekjur. Búin voru til göt í skattakerfið fyrir hátekjufólk að taka launin sín í gegnum arð af fjármagni fremur en laun.

Skattaundanskot voru stunduð í krafti hugmyndarinnar um að fjármagnseigendur væru svo hrikalega snjallir að búa til auð fyrir samfélagið allt. Það reyndist tálsýn. Hrunið ætti að kenna okkur að falla ekki fyrir glópsku um að fjármagnstekjur séu merkilegri launavinna.

Fjármagnseigendur settu Ísland á hausinn, ekki launafólk. 


mbl.is Ehf. ekki jafnfýsileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Orð að sönnu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2012 kl. 12:50

2 identicon

Fjármagnseigendur voru bara hluti ehf eigenda.

Mörg ehf félög eru í eigu einyrkja sem þurfa núna að borga sama skatt og launafólk til viðbótar við tryggingagjald, lífeyrissjóð og orlofsgreiðslur. Hvatinn til að reyna upp á eigin spýtur er kæfður vegna þess að borgar sig frekar að láta einhvern annan borga þér laun heldur en að standa á eigin fótum.

Kalli (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 16:46

3 identicon

Sæll.

Páll, ég hef gaman af að lesa bloggið þitt þegar ég hef tíma til en þegar þú talar um efnahagsmál verður þér nánast undantekningarlaust fótaskortur á svellinu. Þú ert góður í pólitísku greiningunum. Lestu þér aðeins til um efnahagsmál.

Hefur þú aldrei spurt sjálfan þig að því hvaðan allir peningarnir komu sem hér voru lánaðir um alla koppa og grundir? Af hverju spyrja fréttamenn ekki þessarar lykilspurningar? Er það kannski vegna þessa að fréttamenn eru enn jafn lélegir og á árunum fyrir hrun? Um 5% þeirra komu frá lífeyrissjóðunum. Hvaðan kom restin? Slóðin endar öll á sama stað, hvort sem um er að ræða Evrópu eða N-Ameríku. Hvar endar slóðin? Ef þú veist það ekki veist þú afskaplega lítið um þetta hrun sem þú talar oft um.

Ef ekki er fjárfest verða ekki til störf. Hið opinbera getur ekki búið til störf, hvert einasta starf hjá hinu opinber er á kostnað starfs í einkageiranum. Starf sem er til hjá hinu opinbera er starf sem ekki er til í einkageiranum.

Það er staðreynd að stórt hlutfall nýstofnaðra fyrirtækja fer á hausinn, lítill hluti þeirra lifir í einhvern tíma og enn minna hlutfall þeirra verður að stórum og stöndugum fyrirtækjum sem skila miklum gróða. Þegar menn fjárfesta er það því veruleg áhætta, þó þú gerir þér ekki grein fyrir því. Olíuleit er t.d. áhættusöm fjárfesting. Jafnvel þegar olía finnst getur liðið verulegur tími þar til fjárfestingin fer að skila arði.  Þegar menn fjárfesta verður að vera einhver hvati til þess vegna áhættunnar. Sá hvati er gróði og ef þú ætlar að skattleggja þennan gróða dregur þú einfaldlega úr fjárfestingu og atvinnusköpun. Ef þú trúir mér ekki skaltu skoða ástandið hérlendis :-) 

Í sögunnar rás hefur oft verið ráðist á peningamennina og þá sem fjárfesta og þeir flæmdir úr landi. Þeir sem þannig koma fram verða alltaf jafn undrandi þegar atvinnuleysi eykst verulega eftir brottför þessara aðila.

Það er hægt að útrýma öllu atvinnuleysi hérlendis á örfáum mánuðum ef vilji er til þess. Þá þurfa að vísu nokkrir hlutir að gerast en hér er smá vísbending:

Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir í þrepum úr 45% í 18% hérlendis. Tekjur ríkisins af þessum skattstofni þrefölduðust á þessu tímabili. Geta ekki allir sæmilega skynsamir menn dregið ályktun af þessari staðreynd?

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband