Fjármálaráðherra verður sjálfstætt efnahagsvandamál

Tveir miðaldra kratar, Ómar R. Valdimarsson frétta-almannatengill og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, kokka saman frétt í Bloomberg um að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og evran bjargvættur.

Það er fáheyrt að fjármálaráðherra tali niður gjaldmiðil eigin þjóðar. Þar með gerir fjármálaráðherra sig að sjálfstæðu efnahagsvandamáli.

Hvers vegna eigum við að halda uppi þessu sirkus sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad er alveg makalaust hvad tad er lelegt tetta samfylkingarlid.  Og teim tekst meira ad segja ad versna.

Samfylkingin ætlar vist ad bjarga Evrunni.  Bara hækka skattin adeins meira a islandshestin...

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 19:12

2 identicon

Í fréttinni sem þú bloggar við segir Katrín: “I’m not saying that it’s impossible to abolish the controls and re-float the krona by using other supportive measures. However, in my opinion, the smart thing to do is continue working toward European Union membership and euro adoption.”

Bent hefur verið á að eigendur snjóhengjubréfa reyna að þreygja Þorran og Góuna fram að meintri aðild og upptöku evru,þegar ráðherra tala svona, í þeirri von að skifta út bréfunum á fullu gengi, í stað þess að gerast skynsamir og raunsæir í því að verða að losa þau út með þeim afföllum er vogunarsjóðir gerðu í raun ráð fyrir á sínum tíma og eðlilegt er.  Snjóhengjan hangir áfram og veldur íslenskum skuldurum áframhaldandi skaða vegna of hárra vaxta.

Þannig er þetta ESB suð  beinlínis til þess að stórskaða hagsmuni Íslendinga.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 19:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burt með þessa samfylkingarlið sem er í eðli sínu andstætt íslendingum og Íslandi, Vei þeim bara.  Vona að fólk láti vera að setja x við þetta lið í næstu kosningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 20:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illa byrjar hún! Í stað þess að tala niður gjaldmiðil landsins, ætti alvöru-fjármálaráðherra fremur að sjá það sem hlutverk sitt að vera í brjóstvörn krónunnar! Jafnvel Steingrímur J. var skárri en þetta að þessu leyti.

En þetta er víst aðkenning af ofsatrú hjá henni blessaðri.

Jón Valur Jensson, 1.10.2012 kl. 23:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ofsatrúarmenn eiga alls ekki að koma nálægt neinum stjórnum á hvað vettvangi sem er.   Þessi kona hefur hér með framið landráð og á að dæma sem slík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 23:34

6 Smámynd: Björn Emilsson

Hæ, hó... að þið skulið tala svona um tilvonandi formann Samfylkingarinnar og mjög sennilega næsta Forsætisráðherra.Nú sleikja kommissarirnir í Brussel útum af gleði.

Björn Emilsson, 2.10.2012 kl. 04:16

7 identicon

Mætum öll á fundinn um betri peningastefnu og gjaldmiðlamál á laugardaginn að Hverfisgötuu 33 með Frosta Sigurjónssyni http://www.facebook.com/photo.php?fbid=3857616887411&set=oa.264975353605200&type=1&theater

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 14:15

8 identicon

Er það nú ekki fullmikið sagt að kalla Katrínu Júl miðaldra?

Skúli (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband