Ofbeldisstjórnun í anda VG

Forysta Vinstri grænna ætlaði sér að slá af ríkisendurskoðanda. Fyrst var búinn til stormur í vatnsglasi vegna 8 ára skýrsludraga og síðan sett á svið leikrit um ,,trúnaðarbrest" milli alþingis og ríkisendurskoðanda.

Af samantekt Morgunblaðsins að dæma er gagnrýni ríkisendurskoðanda á verklag ráðherra VG ástæðan fyrir aðförinni að embættismanninum.

Það er eitthvað verulega brogað við innræti forystu VG.


mbl.is Erfið samskipti við ráðherra VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mogginn gleymir alveg Bjarna, Steingrími og Sjóvá en ríkisendurskoðun fannst björgun Sjóvá ámælisverð. Líklega hefur ríkisendurskoðandi stigið á of margar tær þar í einu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 07:49

2 identicon

Þetta staðfestir fyrri vissu.

Þetta er ömurlegasta stjórnsýsla nútíma íslandssögunnar.

(Hver var orsök hrunsins? Var það ekki eftirlitsleysi?  Það segir í það minsta Steingrímur og hans lið þó heldur þyki mér það billega sloppið).  

Ríkisendurskoðandi ætti að fá fálkaorðu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 08:43

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er eitthvað hjá skafmiða-skrípaendurskoðuninni (stundum kallað ríkisendurskoðun), sem ekki þolir opinberun.

Var það ekki núverandi ritstjóri Moggans sem lagði niður einhverja eftirlitsstofnun hér á árum áður?

Ég velti því fyrir mér hver stjórnar bak við tjöldin, og hvernig aðferðir eru notaðar af baktjalda-stjórnendunum, bæði fyrr og síðar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2012 kl. 08:49

4 identicon

Þarna er skýringin komin.

Við vissum auðvitað að fiskur lægi undir steini.

Þetta er illa innrætt ofbeldis- og öfgafólk.

Rósa (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 11:14

5 identicon

Meiri bægslagangurinn í Jónasi. Hann segir þá sem vilja opið ríkisbókhald þyrla upp ryki. Hvað kom fyrir manninn?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 12:30

6 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það breytir því ekki að ríkisendurskoðandi hefur verið með slóðahátt ,hvað sem hver segir og hvers vegna er það? Ekki er hægt að kenna framkvæmdarvaldinu eða þinginu um slóðahátt hjá ríkisendurskoðanda ,einnig má benda á það að málið er miklu eldra en svo ,hvort sem um núverandi eða fyrrverandi er að sakast.Það er ekki hægt að vera alltaf að benda einhverja aðra þega slóðahátturinn er hjá manni sjálfum.Embættismannakerfið á Íslandi þarf að skoða í heild sinni ,hvernig það er uppbyggt,hvernig er tryggt að eftirlit er með þeim eins og hverjum öðrum,embættismenn sitja en þingmenn og ráðherrar koma og fara.Við skulum átta okkur á því að embættismenn hafa töluverð völd.'i raun ætti að róttera æðstu embættismönnum eftir einhvern X tíma á sama stað.Ég held að menn ættu að nota tækifærið og ræða þessi mál af skynsemi en ekki með einhverjum upphrópunum og kenna um einhverum og einhverjum ,menn verða að bera ábyrgð á gjörðum sínum og axla þá ábyrgð. Það þarf hugrekki til að horfast í augu við mistök og afleiðingar þeirra.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 2.10.2012 kl. 17:35

7 identicon

Frábært viðbragð frá Rósu. Skólabókardæmi um íslenska kaldhæðni! (þykist ég vita)

Agla (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband