Föstudagur, 21. september 2012
Evra, dollar og Seðlabanki
Á fundi Heimssýnar í gær, sem haldinn var með fyrirsögninni Er ESB-umsóknin dauð?, talaði Mörður Árnason þingmaður Samfylkingar fyrir því að halda umsókninni til streitu. Meginröksemd Marðar er að með ESB-aðild myndum við losna við krónuna og fá nýjan gjaldmiðil.
Það er einkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að evran sé orðin höfuðröksemd ESB-sinna á Íslandi þar sem engar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu vilja snerta evruna. Bretar, Danir og Svíar prísa sig sæla að búa ekki við gjaldmiðill sem rústar hverju efnahagskerfinu á fætur öðru.
Blessuð íslenska krónan er ástæðan fyrir því að Mörður og félagar telja evru betri kost. Samfylkingin talar núna með fyrirlitningu um haftakrónu rétt eins og almenningur sé bundinn átthagafjötrum með krónunni og geti ekki skroppið út fyrir landsteinana sökum gjaldeyrisskorts. Svo er vitanlega ekki, heldur eru höftin á krónunni bundin við fjárhæðir fyrirtækja og auðmanna, - og huggulegt að vita til þess að Mörður og Samfylkingin beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti.
Skýrsla Seðlabankans er sögð blása alla aðra möguleika út af borðinu í gjaldeyirsmálum en krónu og evru. Þar sem Seðlabankinn er hluti af vandanum við hagstjórnina og ber ekki litla ábyrgð á misþyrmingunn á krónunni í gegnum tíðina er ráðgjöf bankans vitanlega lituð hagsmunum hans.
Í Seðlabankanum starfar fólk sem ekki vill leggja störf sín niður. Með upptök evru í gegnum ESB-aðild verður Seðlabanki Íslands hluti af Seðlabanka Evrópu, allir í bankanum halda vinnunni og auka meira að segja atvinnumöguleika sína.
En ef Ísland fer ekki inn í brennandi evru-húsið heldur ákveður að taka upp bandaríkjadollar sem hina einu sönnu alþjóðlegu mynt þá kárnar gamanið hjá Seðlabanka Íslands. Við gætum einfaldlega lagt niður Seðalbankann og látið fjármálaráðuneytið annast nauðsynlegan gjaldeyrisvarasjóð.
Stór hluti af utanríkisviðskiptum okkar fer fram með bandaríkjadollar; olían og álið eru eingöngu mæld í dollurum. Ólíkt umtalinu um evruna gerir enginn ráð fyrir að dollarinn verður aflagður sem mynt í náinni framtíð.
Til að skera úr um hvort sé heppilegra að taka upp dollar eða evru þá er Seðlabanki Íslands ekki heppilegur ráðgjafi. Við þurfum óvilhalla erlenda ráðgjöf um gjaldmiðlamálin, - ef það er í raun og sann pólitískur áhugi á umræðunni um hvort við eigum að halda eða sleppa krónunni.
Athugasemdir
Þörf á höftum á krónuna er fyrst og fremst vegna bankahrunsins og þeirrar "snjóhengju" sem það skyldi eftir.
Nú tala menn hins vegar um að aldrei aftur verði lifað við krónu nema í höftum. Þessir menn eru þá í raun að segja að sjórnmálamönnum hér sé ekki treystandi til að stjórna hagkerfi og nokkuð merkilegt þegar það kemur af þeirra eigin vörum. Þá er spurning hvort viðkomandi stjórnmálamenn eigi ekki að leita sér annarar vinnu.
Gjaldmiðill þjóða endurspeglar hagstjórn þeirra, þó með þeirri undantekningu ef um sameiginlegann gjaldmiðil nokkurra þjóða er að ræða, þá endurspeglar hann stæðsta hagkerfið innan þess samstarfs, þar til allt hrynur.
Höft á gjaldeyri koma því að öllu jöfnu til vegna lélegra hagstjórnar. Geti stjórnmálamenn ekki bætt sín störf, þannig að krónan fari að virka rétt, hvernig í ósköpunum ætla þeir þá að stjóna hagkerfinu með erlendum gjaldmiðli?!
Forsenda þess að hægt sé að taka upp erlendann gjaldmiðil, sama hver hann er, er að sýnt sé að stjórnmálamenn hafi til að bera þá skynsemi og það vit sem þarf til að stjórna hagkerfi þjóðar, að þeir sýni fram á að geta sjórnað því hagkerfi með óheftum gjaldmiðli um einhvern tíma.
Ég hef þá trú á þjóðinni að til sé nægt hæft fólk innan hennar til þessa verkefnis, vandinn er að koma því á þing og í stjórn. En jafnvel þó takist að leysa höft krónunnar, er vitað mál að hún mun heftast aftur jafn skjótt og vinstri afturhaldsöflin komast til valda.
Við erum því dæmd til að hafa krónuna áfram, hvort sem hún er í höftum eða ekki. Þó hæft fólk komist á þing og takist að stjórna hagkerfinu með þeim hætti að krónan virki sem skyldi, er alltaf fyrir hendi sú ógn að vinstri afturhaldsöflin komist til valda. Guð hjálpi þjóðinni ef þá yrði búið að taka upp erlendann gjaldmiðil!
Gunnar Heiðarsson, 21.9.2012 kl. 08:05
„Í kjölfar mikils fjármálalegs og peningalegs óstöðugleika er eðlilegt að peninga- og gjaldmiðilsstefna landsmanna sé tekin til gagngerrar skoðunar. Endurskoðunin þarf að byggja á réttri sjúkdómsgreiningu“: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/opid-bref-til-sedlabanka-islands
THE FAILINGS OF THE FLOATING EXCHANGE RATE SYSTEM: http://www.buoyanteconomies.com/PAPER2.pdf
AN INTRODUCTION TO THE OPTIMUM EXCHANGE RATE SYSTEM: http://www.buoyanteconomies.com/PAPER3.pdf
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 09:32
Seðlabankinn, pólitíkusar, hagfræðingar... Það getur vel verið, að ekki megi spyrja þjóðina í þessu máli (þótt ég skilji ekki, af hverju). En mætti ekki að minnsta kosti spyrja leigubílstjórana? Í gamla daga seldu þeir oft dollara og veittu greiðari og ódýrari þjónustu en gjaldeyrisbankarnir. (Reyndar er mín útópía, að hver megi velja sér kaupeyri eftir eigin höfði - ég hef til dæmis takmarkað gagn af því að nota sama gjaldmiðil og Mörður eða Páll, því ég hef aldrei borgað þeim neitt eða þeir mér).
Sigurður (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 12:53
Eru í alvöru hagsmunaklíkur í SÍ líka? Maður getur varla trúað að siðvilltir menn vinni gegn ríkinu/þjóðinni í öllum skúmaskotum. Svo skil ég all ekki að Heimsýn hafi hleypt Merði í ræðupúlt.
Elle_, 21.9.2012 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.