Rök ESB-sinna: því meira fullveldisframsal, því betra

Vegna evru-kreppunnar eru valdhafar í Evrópusambandinu og stærstu ríkjum þess á fleygiferð að finna  leiðir til að auka miðstýringu efnahags- og atvinnulífs aðildarríkjanna. Fyrir nokkrum dögum kynnt Barroso forseti framkvæmdastjórnar ESB hugmynd um sambandsríki. Núna eru það drög að evrópskri ríkisstjórn sem fá umræðu.

ESB-sinnar á Íslandi segja mest lítið um vanda evrunnar og viðbrögð ESB við kreppunni. Undirliggjandi rök ESB-sinna eru þau að því víðtækari sem fullveldisframsal Íslands verður því betra. Rökin opinbera mat ESB-sinna á getu íslensku þjóðarinnar til að ráða sjálf fram úr sínum málum.

Lágt sjálfsmat og sú staðreynd að flestir ESB-sinnar á Ísland eru með heimilisfestu í Samfylkingunni er auðvitað tilviljun.


mbl.is Kjörinn forseti skipi „evrópska ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að völdin eru tekin af spilltu pakkinu hér heima.... væri það í raun bara gott. Verst er að líklegast myndu þeir bara halda að valda okkur tjóni og öðrum óskunda frá Brussel.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband