Miðvikudagur, 5. september 2012
Samfylkingarvæðing ríkisvaldsins
Samfylkingin gengur hart fram í að flokksvæða embættismenn og stjórnsýslu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra notar embættismenn eins og flokkshunda til að smala stuðning fyrir áhugamál Samfylkingarinnar.
Stefán Haukur Jóhannesson, sem fer fyrir samninganefnd Íslands, og þiggur laun sem embættismaður í stjórnarráðinu er gerður út af örkinni til að fara með blekkingar og hálfsannleik um Evrópusambandið og hvað aðild Íslands felur í sér.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er annar embættismaður sem lætur nota sig í flokkspólitík Samfylkingar, eins og Birgir Ármannsson þingmaður bendir á í grein sinni.
Nú þegar það liggur skýrt fyrir að ríkisstjórnin stendur ekki heil að ESB-umsókninn, meirihluti alþingismanna er á móti aðild og afgerandi meirihluti þjóðarinnar er kannski tímabært fyrir embættismennina að gera upp hug sinn hvort þeir ætli að stunda áfram flokkspólitík Samfylkingar eða láta gott heita.
Gjaldmiðill og sjálfstæði Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég velti fyrir mér hvað hafi komið fyrir fyrrum formann Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Þetta getur ekki verið alveg normal ??
Jón Ingi Cæsarsson, 5.9.2012 kl. 12:05
Það eru næstu ríkisstjórnar að láta rannsaka Skjaldborgarráðningar Samfylkingar og VG.
Tugum, ef ekki hundruðum starfa var, og er, úthlutað án ráðninga.
Það er þó barnaleikur við hliðina á ráðningum Samfylkingar, sem er beinlínis beint gegn hagsmunum Íslands, og er ætlað að vinna að pólitískum hagsmunum Samfylkingar og ESB.
Það er nokkuð ljóst, að kalla verður til Landsdóm.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 12:55
Það verður að kalla saman landsdóm. Það verður líka að fá ríkissaksóknara til að taka mál á hendur meintum landráðamönnum en hann hefir ekki vilja taka kærur til greina í þeim efnum. Það eru ótal lög sem hafa verið brotin ásamt stjórnarskránni en hún hefir verið marg brotin. Lög um ráðherra ábyrgð og hver veit hvað. Ég taldi upp 14 brot fyrir 2 árum. http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/ og þetta þarf að uppfæra en það hefir margt bæst við síðan 2010.
Valdimar Samúelsson, 5.9.2012 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.