Miðvikudagur, 29. ágúst 2012
Líkur aukast á langvinnri evru-kreppu
Hröð úrlausn evru-kreppunnar byggist á því að Grikkjum sé vísað úr myntsamstarfinu og kerfisbreytingar kæmu hratt í kjöfarið. Æ minni líkur er á því að Þjóðverjar vísi Grikkjum á dyr, Merkel kanslari er orðin mjúkmál og þýskir fjölmiðlar birta ástæður fyrir því að halda Grikkjum inni, - þar sem áður var hvatt til brottrekstrar.
Á næsta ári eru kosningar í Þýskalandi og ráðandi öfl vilja ekki dramatík. Þýskaland mun gefa vilyrði fyrir áframhaldandi aðstoð við Grikki og freista þess að hægfara hnignun evru-svæðisins á næsta ári skapi ekki óöld í álfunni.
Wolfgang Münchau lítur svo á að Þýskaland geti ekki varið sig gegn fjárkúgun Suður-Evrópu. Áhrif þessarar fjárkúgunar verða aukin verðbólga á evrusvæðinu og auknar skuldir þýska ríkisins. En þau áhrif koma ekki í ljós fyrr en eftir kosningarnar á næsta ári.
Metfjárhæð úr spænskum bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hreint ekki áhrifalaus Suður-Evrópa.
Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2012 kl. 23:37
Siðferðiskreppan er hættulegust. Hverjum verður vísað úr samfélagi "siðaðra"? Hverjir sjá um að vísa fólki frá samfélagi "siðaðra" og "ófatlaðra"?
Bankar veðja líklega bara á þá sem taldir eru "ófatlaðir"?
Eftir að hafa lesið það sem mbl.is þykir fréttnæmt í kvöld, þá velti ég fyrir mér hvort ekki séu líkur á langvinnri siðferðis-brenglunar-kreppu. Ekki er eitt orð um setningu ólympíuleika fatlaðra?
Hvað veldur þessu áhugaleysi á heilbrigðum keppnisanda ásamt andlegum og hetjulegum styrkleika fatlaðra?
Hvers vegna eru ólympíuleikar fatlaðra ekki hafðir með ólympíuleikum "ófatlaðra"? Er það andleg kreppa og siðferðis-vanþroski sem veldur því?
Það er tímabært að velta því fyrir sér, hvers vegna sumir eru ekki taldir með í heildinni "siðmenntuðu", sem stjórnað er af "háttsettum og siðmenntuðum"!
Hvernig enda þessir ólympíuleikar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2012 kl. 23:51
Betra seint en aldrei. Sá að þeir hjá mbl.is hafa haft dug í sér til að birta stuttan pistil um setninguna í London, og mont-klausu um íslensku keppendurna. Lengra nær víst ekki áhugi mbl.is á þessu frábæra hæfileikafólki frá allri veröldinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.8.2012 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.