Mánudagur, 27. ágúst 2012
Sveitaslúður, syndin og Sjöundarmorðin
Gunnar Gunnarsson gefur undir fótinn þeirri hugmynd í Svartfugli að sveitaslúðrið hafi sakfellt þau Bjarna og Steinunni vegna fráfalls maka þeirra. Vitni eftir vitni er leitt fram í dómsmálinu sem byrjar á því að lýsa sekt þeirra en þegar nánar er að gætt er ekkert kjöt á beinunum, - aðeins endurunninn rógur.
Þegar synd er framin þarf að bæta fyrir hana var uppskrift þess tíma rétttrúnaðar. Kjaftagangurinn á Rauðasandi lagði drögin og yfirvaldið ásamt þjóni kirkjunnar útvegaði sektina með því að þjarma nógu að Bjarna þartil hann játaði.
Barn þeirra Bjarna og Steinunnar var á framfæri sýslunnar en lög kváðu á um að afkvæmi líflátinna sakamanna skyldu á ábyrgð sýslu en ekki sveitar líkt og annars var með ómaga. Barnið hét Jón og fékk vðurnefnið ,,sýsli".
Steinunn á Sjöundá fær legstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski ekki kallaður Jón sýsli heldur fremur: Sýslu-Jón. Jón Bjarnason var lengi í vinnumennsku en þó um skeið sjálfstæður bóndi í Krókshúsum á Rauðasandi, hann lést 79 ára 1882 á Grænhóli á Barðaströnd. Sigurbjörg dóttir hans komst yfir nírætt, dó 1940 hjá dóttur sinni og tengdasyni á Hvalllátrum í Útvíkum vestra. Þá voru liðin 135 ár frá því að afi hennar var höggvinn úti í Noregi og amman lést hér í tugthúsi (stjórnarráðshúsinu) áður en böðulsöxin næði til hennar. Sterkir eru stofnar frá Sjöundá.
Ólafur Karlsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 23:35
Þetta eru forvitnilegar upplýsingar. En áttu þau Bjarni og Steinunn svo ekki börn með mökum sínum? Roskinn Strandamaður sem ég þekkti sagðist vera afkomandi Bjarna á Sjöundá og mig minnir að hann hafi talið Bjarna nokkuð kynsælan um Djúp og Strandir.
Árni Gunnarsson, 28.8.2012 kl. 08:59
Það er nú ekki rétt að "...að börn Bjarna og Guðrúnar hafi öll látist voveiflega..." Það er fjöldi afkomenda frá þeim.
Það er hins vegar eitthvað skrýtið að sagt er að viðkomandi hafi fengið "..ártöl og annað hjá deCODE" deCODE veitir ekki ættfræðiþjónustu af þessu tagi - hefur ekki einu sinni heimild til þess.
Púkinn, 28.8.2012 kl. 12:48
Ég er afkomandi Gísla Bjarnasonar frá Sjöundá, hann var bóndi á Ströndum. Afkomendur hans eru komnir undir 2.000, afkomendur hafa verið kynsælir.
Þetta eru afkomendur Gísla.
og langa langan mín.
systkyni hennar
Freyja Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 18:21
ég er afkomandi bæði Steinunnar og Bjarna og það er ekki stór ætt komin af þeim...enn. Það er ekki rétt hjá Kristni. Við Unnur Laufey Jónsdóttir (Eyja) afkomandi Steinunnar, settum kross á leiði Steinunnar árið 1991 í gamla Hólavallargarð. Þar með jarðsungum við hana og gáfum frið (vonandi).
Áður en við settum þar kross merktan "Steinunn frá Sjöundá" lágu þar bein hennar og mundu elstu menn hjá Kirkjugörðum RVK hvar reiturinn var og þeim skal þakkað!
PS. Auðvitað er það hárrétt með farið hjá Púkanum að Decode hefur ekki þessar upplýsingar, heldur hin snilldarlega Íslendingabók.is
PPS. Ég hef heyrt að Jón hafi verið kallaður bæði "hreppa-Jón" eða "sýslu-Jón"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.8.2012 kl. 21:56
http://www.ruv.is/frett/leidi-steinunnar-fra-sjounda
var í Kastljósi í des 2011
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.8.2012 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.