ESB-sinnar undir fávísisfeldi

Algeng röksemd ESB-sinna er að þeir vilja að þjóðin fái að ,,sjá aðildarsamninginn" áður en tekin verður afstaða til þess hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. Þrennt er aðfinnsluvert við þessa röksemd.

Í fyrsta lagi breytir aðildarsamningur ekki Evrópusambandinu. Allar upplýsingar um ESB liggja fyrir. 

Í öðru lagi eru umsóknarríki tekin inn á ESB á forsendum aðlögunar. Nú síðast var Króatía tekin inn. Í aðildarsamningnum segir  hvernig Króatía var jafnt og þétt tekin inn

The conditions of admission and the adjustments to the Treaties were negotiated in a Conference between the Member States and Croatia. These negotiations were conducted in line with the negotiating framework, which provides for strict conditionality at the stage of opening and closing chapters. The negotiations were completed on 30 June 2011, and the agreed provisions are fair and proper.

Kaflarnir sem þarna er vísað til eru 35 samningskaflar sem aðlögunarferlið tekur yfir. Með stífum skilyrðum fyrir að opna og loka köflum eru gerðar kröfur til umsóknarríkis um að aðlaga lög og stjórnarhætti að regluverki og stjórnsýslu ESB. Í almennri útgáfu ESB er ferlið útskýrt, samanber eftirfarandi

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Samningaviðræður eru sem sagt misvísandi orðalag um hvernig ferlinu er háttað. Aðlögunarviðræður fjalla um skilyrði og framkvæmd upptök umsóknarríkis á 100 þúsund blaðsíðum af reglugerðarbákni ESB.

Í þriðja lagi er Evrópusambandið í tilvistarkreppu vegna evrunnar, sem 17 af 27 ríkjum sambandsins búa við sem lögeyri. Í Evrópu rifist um hvernig eigi að bregðast við evru-kreppunni en um hitt er ekki deilt að án stóraukins samruna evru-ríkja á sviði ríkisfjármála er evran dauðadæmd. Og út frá þessari forsendu eru aðeins tveir möguleikar.

Í einn stað að björgun evrunnar heppnist og sterkt ríkjasamband 17 evru-ríkja myndist (kannski mínus Grikkland). Í öðru lagi að evru-samstarfið liðist í sundur. Hvort heldur sem er blasir við gerbreytt Evrópusamband sem ekki er nema svipur hjá sjón miðað við það Evrópusamband sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009.

Hér ber allt að sama brunni: þeir sem krefjast aðildarsamnings áður en þjóðin fær að segja álit sitt á ESB-ferlinu hafa í frammi vísvitandi blekkingar. Aðlögunarferli umsóknarríkja inn í Evrópusambandið gerir ráð fyrir að viðkomandi umsóknarríki hafi þegar gert upp hug sinn og vilji ganga inn í sambandið. Í aðlögunarferlinu er umsóknarríki jafnt og þétt tekið inn í sambandið með því að lög og stjórnsýsla sambandsins er innleidd samhliða viðræðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég velti því fyrir mér hvort Vinstri grænir séu svona sveigjanlegir gagnvart vændi eins og ESB. Ekki eru þeir einsmálsflokkur þannig að líklega má líka versla með vændisprinsippið. Er þetta ekki allt spurning um rétt verð?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband