ESB-andstæðingar í VG snúa baki við flokknum

Forysta VG fær hvorki fótgönguliða til að vinna fyrir sig né trúnaðarmann í sveitastjórnum og jafnvel þingliði til að tala fyrir flokkinn á meðan skýr viðsnúningur hefur ekki orðið í ESB-málinu. Í Heimssýnarbloggi í gær var stöðu mála í VG lýst með þessum hætti:

Mælingar sem gerðar eru á afstöðu fólks til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mæla iðulega hversu sterk sannfæringin er fyrir afstöðu viðkomandi. Það er gert með því að gefa svarendum kost á að svara því hvort viðkomandi sé ,,örugglega" eða ,,sennilega" með eða móti aðild.

Í öllum þeim könnunum sem mæla sannfæringuna fyrir afstöðunni eru andstæðingar aðildar með hátt skor í staðfestu sinni en fylgjendur með lágt skor. Umræðan í samfélaginu endurspeglar þennan mun á sannfæringu.  Andstæðingar aðildar eru ákafir í andstöðu sinni þar sem fullveldið og forræði okkar mála er í húfi. ESB-sinnar, á hinn bóginn, vilja ,,sjá hvað er í boði," - þeir spyrja um krónur og aura.

VG stendur fyrir róttæku hefðina í íslenskum stjórnmálum þar sem ekki var spurt um krónur og aura heldur pólitíska sannfæringu. Flokksmenn forvera VG, Alþýðubandalagsins, máttu tíðum sætta sig við skert kjör á atvinnumarkaði vegna stjórnmálaafstöðu sinnar.

VG er flokkur sem stofnaður er á grunni sannfæringar. Þegar flokkforystan selur sannfæringuna í stórpólitísku deilumáli eru aðeins krónur og aurar eftir. Og hver nennir að leggja VG lið upp á peninga?

Kosningavetur er að ganga í garð. Stjórnmálaflokkur sem fælir unnvörpum frá sér stuðningsmenn er ekki líklegur til afreka.

 


mbl.is Staðan „óljós og ruglingsleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmenn VG mættu íhuga hvort það sé þeim sæmandi að örlög þeirra, ferill og trúverðugleiki sé undir Steingrími J Sigfússyni komin.

Þeir ættu náttúrulega að vita sem er, að þeirra bíður ekki frekari frami innan VG, enda vandséð hvernig þeir tryggja sér framboðssæti gegn vilja flokkseigendafélags Steingríms.

Svona óháð því, hvernig gengi flokksins verður í næstu kosningum.

Er ekki kominn tími á nýtt framboð?

Hilmar (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 15:08

2 identicon

ESB-málið er nógu stórt til að láta það ráða atkvæði sínu. Meirihlutinn af ráðamönnum VG hefur svikið stefnu flokks síns. Samningar eða pakkinn snýst ekki um neitt annað en það, á hve fáum misserum er tæknilega framkvæmanlegt að ljúka að fullu við aðlögun samkvæmt öllum 100.000 blaðsíðunum af regluverki ESB. Það er eina inntak umsóknar. Það þarf til dæmis að þýða og lögleiða ósköpin öll, breyta stofnunum ríkisins, flytja völd frá sumum þeirra til Brussel og setja upp aðrar, kenna embættismönnum nýja siði. Ég held það sé rétt hjá Hilmari, að margir stuðningsmenn VG yrðu ekki hamingjusamir í hinum flokkunum, sem standa til boða, svo að nýtt framboð sé af þeirra hálfu skynsamleg lausn.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband