Sunnudagur, 26. ágúst 2012
Einsmálsfólk: Hjörleifur og Ragnar Arnalds
Varaformaður VG, Katrín Jakobsdóttir, kallaði einsmálsmenn þá flokksfélaga sem keppast ESB-andstöðunni. Meðal þeirra sem falla í þann flokk eru menn sem starfað hafa í vinstripólitík bróðurpartinn af lýðveldistímanum: Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds.
Ragnar Arnalds var formaður Alþýðubandalagsins þegar kalda stríðið stóð sem hæst og Hjörleifur tók sem iðnaðarráðherra slaginn við álrisann Alusuisse sem stundaði bókhaldsblekkingu (,,hækkun í hafi") til að snuða Landsvirkjun.
Hjörleifur og Ragnar eiga inni afsökunarbeiðni frá Katrínu Jakobsdóttur.
Athugasemdir
Hjörleifur, Ragnar Arnalds, Jón Baldvin, Björn Bjarna, Styrmir, Sighvatur, Dabbi etc.
Halló, er ekki hægt að ræða pólitíkina anno 2012 án þess að draga þessa gömlu aflóga stjórnmálamenn inn í umræðuna?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 21:11
Voðalega skiptir það miklu máli fyrir suma hvað fólk er gamalt, hvort sem það er forsetinn eða fyrrverandi stjórnmálamenn. Ætti að vera bannað bara að ræða um menn eldri en 30? Væri ekki spennandi, geturðu vitað.
Það er líka kjaftasaga að Styrmir hafi verið stjórnmálamaður.
Elle_, 26.8.2012 kl. 22:19
Skiptir ekki máli á hvaða aldri fólk er, heldur hvað það gerir. Adenauer var ekki ungur. Reagan var um sjötugt þegar hann tók við. Tölum ekki um gömlu kommanna. Þar urðu menn varla liðtækir í kommúnistapólitíkinni í Kína og Sovét fyrr en í fyrsta lagi hálfáttræðir.
Margir hinna ungu stjórnmálamanna hafa valdið gríðarlegegum vonbrigðum. Vonarstjörnur sem síðan hefur komið í ljós að hafa verið á útsölu sumar, vetur, vor og haust.
joi (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 22:41
Þingmenn og raðherrar hafa orðið viðskila við kjosendur. Þorri landsmanna vill ekki aðildina a meðan þorri þing- og raðherra berjast a laun fyrir þvi. Þess vegna er leikrit sett a svið hja öllum flokkum. Það er ekkert lyðræði herna og kjosendur eru sifellt hafðir að fiflum.
Anna Mara (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 23:02
Halló,hver er að draga gamlingjana í umræðuna Haukur? Ungpían Katrín!! Við erum ein órofa heild,meðan við erum ekki dauð,og megum kjósa. þau sem fyrrum puðuðu í pólitík,vita nokk hvað þau segja,svo sannarlega marktækt,þegar umræða þeirra misbýður yfirlýsinga rugluðum varaformanni á Hólum.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2012 kl. 02:11
Kjósendur eru fífl og því þarf sterkan flokk eins og Samfylkinguna til að hafa vit fyrir þeim. Fólk er ekki fært um að taka rétta ákvörðun um flókna samninga, eins og ESB (og Icesave) samninginn og því verður sérfræðiteymi Samfylkingarinnar að ákveða hvað kjósendum er fyrir bestu.
Að sjálfsögðu stóð aldrei til að standa við stefnuskrá VG enda er ekki hægt að ætlast til að fífl viti hvað þeim er fyrir bestu. Stefnuskrá VG var saminn með það að markmiði að smala saman kjósendum, sem héldu að þeir gætu hugsað sjálfstætt, á einn stað þar sem væri síðan hægt að misnota atkvæði þeirra til annarra góðra verka eins og að ganga í ESB.
Þegar rétti tímin kemur mun fara í gang allsherjar kosningavaka þar sem öllu fögru verður lofað ef fólk kýs ESB , sjálfkrafa niðurstaða er að budduhagfræðingar þessa lands (lesist: kjósendur) munu flykkjast á kjörstað og kjósa með aðild enda flestir ekki læsir á sannleika en trúa tröllasögum um ókeypis mat og vaxtalausa peninga á hverju horni.
Ef fólki finnst mikið til koma um villikettina í VG þá verður ógleymanleg villikattaflugeldasýning á kosningavöku Samfylkingarinnar, þegar Ísland gengur í óbrennandi hús ESB, en þar verður hverju fíflinu á fætur öðru skotið út í loftið til heiðurs sannkölluðum Svavarssamningi um inngöngu í ESB.
:)
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 02:50
Lát þig dreyma um óræðna heima,fáráður. Hér berar þú þig og líkir eftir gjaldþrota manni,sem keyrir á seinusta haldbæra lánsfénu. Ætlar að njóta,djamma og djúsa í ímynduðu góðæri Jóku villikattahirði.Kemst aldrei til fyrirheitna landsins því við innheimtum erfðagóssið okkar. Reyndu að fara í okkur við erum þjóðvarðliðar,sem vinnum af hugsjón en ekki gullágirnd,greyjið legðu þig. Annars góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2012 kl. 03:16
Segiði mér; er Ragnar Arnalds ennþá í stjórn seðlabankans?
ambram (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 08:06
Helga, þetta var einn af hinum Ásmundunum, ekki hinn sami fáráður og berst fyrir villikattahirðana gegn fullveldi landsins.
Elle_, 27.8.2012 kl. 11:04
Takk Elle mín,maður ruglast á þeim, en finnst þeir báðir verðskulda hvasst svar.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2012 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.