ESB-umræðan: aðildarsinnar þegja og þumbast

Þegar Steingrímur J. Sigfússon segir samstöðu í VG að fara yfir stöðuna í Evrópumálum verður hann sjálfur að ríða á vaðið og segja sitt mat á þróun Evrópusambandsins annars vegars og hins vegar stöðu ESB-umsóknar Íslands.

ESB-sinnar þegja mest um stöðuna í Evrópusambandinu þar sem ríkir tilvistarkreppa vegna evrunnar. Þeir þumbast á hinn bóginn áfram með ESB-umsóknina þótt hún komist hvorki lönd né strönd sökum þess að ríkisstjórnin hefur ekki umboð til aðlögunar sem ESB krefst.

Eina leiðin til að bjarga evrunni er að stórauka samrunaþróun þeirra 17 ríkja sem að henni standa. Þau tíu ESB-ríki, sem ekki búa við evru, munu staldra við og ekki ljá máls þátttöku í samrunaferlinu í fyrirsjáanlegri framtíð.

Aðild að evrunni var ein meginröksemdin fyrir ESB-umsókn Íslands árið 2009. Evran er brennandi hótel ESB, svo vísað sé í orð forsetaframbjóðanda Samfylkingar. 

Hér er tveggja þrepa áætlun handa Steingrími J. að bjarga sjálfum sér og flokknum úr bóndabeygju ESB-umsóknar. Í fyrsta lagi nota septembermánuð til að hamra á hversu evru-kreppan er djúp og víðtæk og þróunin þar óhagfelld hagsmunum Íslands. Ef Samfylkingin lætur ekki segjast og þumbast áfram er októbermánuður notaður til að setja fram þingsályktunartillögu um að setja ESB-umsóknina á ís.


mbl.is Samstaða um að fara yfir stöðuna í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Steingrímur gerir sjálfsagt hvað sem er til að rugga ekki bátnum. Ég fæ ekki betur séð en hann vilji meira en allt að stjórnin sitji út kjörtímabilið og hann mun ekki snerta við þessum ESB málum svo stjórnin geti klárað kjörtímabilið. Þetta er bara orðagjálfur hjá honum.

Helgi (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 09:40

2 identicon

Skítt með evruna. Þeir ætla að troða sér í þetta stjórnmálapartí þar sem stjórnmálamenn þurfa ekki atkvæði kjósenda. Þeir þegja og mæna á Mario Monti og ropa út úr sér lýðræðisumbætur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 10:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki setja hana á ís, afturkalla hana.  Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir okkur mikið lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2012 kl. 11:44

4 identicon

Sammála Ásthildi.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 13:58

5 identicon

Sammála Helga, Steini segir þetta en hann mun ekkert gera til að ógna þessu ríkisstjórnarsamstarfi.  Það er ekkert að fara að gerast í þessum málum þó þingmenn VG séu farnir "að velta fyrir sér hvort það þurfi að endurmeta stöðuna".  Þetta er bara blaður.

Skúli (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 15:46

6 Smámynd: Sólbjörg

Ráðherrar og þingmenn hafa yfirgefið flokkinn, fylgið hrynur af VG en hvorugt breytir ákvörðun flokksforystunnar um ESB stjórnarsamstarfið. Að fara yfir og endurmeta stöðuna þýðir að haldið verður áfram á sömu braut.

Geta aðrir flokksmenn VG ekki myndað samstöðu og gert uppreisn gegn svikulli forystunni?

Sólbjörg, 27.8.2012 kl. 17:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólbjörg þetta er talandi dæmi um þá virðingu sem menn bera fyrir kjósendum sínum.  Þeir virða þá ekki viðlits ef þeir bara geta hangið á völdunum eins og hundar á roði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2012 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband